18.11.2008 | 23:40
úps
Ekki laust við að stress sé að gera vart við sig..mitt fólk, haldið ykkur í fjarlægð, ég er á viðkæmu stigi í ensku og stærðfræði þessa dagana... það er frosið heilabúið og það litla sem var komið inn fyrir er horfið...eða frosið fast frekar. Hjálp, hvernig afþýðir maður frystihólfið í heila, merkt enska stærðfræði ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.11.2008 | 15:32
Pælið í þessu...
http://www.youtube.com/watch?v=XnuAyFCZjdA
tók af síðunni hennar Örnu, ÞETTA á maður að hugsa um á hverjum degi !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2008 | 15:22
Nú er mál...
Að spýta í lófana, hellist hrina yfir okkur núna á lokavikum fyrir próf. Ótrúlega ótrúlegt, en það eru bara tvær og hálf vika eftir af önninni fyrir prófin. Sjaldan eða aldrei hefur tíminn liðið svona hratt hjá manni, þetta er í raun ævintýralegt. Finnst eins og það hafi verið fyrir viku síðan ja, kannski tveim, sem bræður mínir og fleiri elskulegir fluttu mig og mína hingað uppeftir. Tíminn stendur sko ekki í stað hjá manni og ósjálfrátt fer maður að hugsa æ oftar um að njóta hvers augnabliks, því áður en maður veit af er þessu öllu lokið.......
Svo fær maður langt jólafrí, eitthvað sem maður man ekki eftir að hafa upplifað síðan sautján hundruð og súrkál, eða jú þegar börnin voru pínkupons á brjósti, þá man ég eftir að hafa haft nægan tima að baka og stússast. Kannski upplifi ég það núna...:) Örugglega lítið hægt að fá jólavinnu á þessum tíma.
Sem manni veitir samt ekki af, því þeir eru snarvitlausir hér uppfrá og hækka húsaleiguna stanslaust ! Miðað við plan sem ég gerði í júlí, þá átti ég að borga 93 þús í húsaleigu, en hún er komin í tæp 110 þúsund núna !!! Og fyrirsjáanleg enn meiri hækkun, því þeir mega hækka á 3mán fresti miðað við byggingavísitölu. Og svo sér maður í fréttum að húsaleiga í Rvk sé að lækka !! Þetta er rosalegt. Ég þarf víst eins og sumir aðrir að minnka við mig.....en munurinn á mér og þeim í Rvk sem þurfa að fara úr 400 fermetra húsinu sinu í 100 fermetra, þá gæti gert einhvern gæfumun hjá mér að fara úr 73 fermetrum og niður í 50 fermetra. ( þröngt hjá mömmunni, 2 börnum sem geta rifist dálítið og kettinum ). Og þar sem ekki er alltaf sátt........ mega þröngir sitja.
Það er svakaleg leigan hérna, og farið að hitna í mörgum nemendum, gæti hreint orðið mikið brottfall ef yfirvöld finna ekki aðrar leiðir en að hækka. Það munar helming á fermetraverði hér og hjá þeim á suðurnesjum í Keili, menn hljóta að fara að horfa á það, NEI menn eru að bera sig saman við stúdenta verð í borginni, sem er ekki sanngjarnt að margra mati.
En svo er það það........menn eiga ekki í mikil hús að venda....hætta í námi er ekki í myndinni hjá mér, frekar ét ég mosa og gras......
En mikið er ég glöð að eiga slátur og lifrarbuff í frystinum..........:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 13:07
Veðmál, skólaútgjöld ofl.
Í síðasta verkefni mínu í upplýsingatækni sem ég hélt að færi nú ekki hátt á einkunnalista, aðallega vegna þess að mér fannst verkefnið leiðinlegt, ( gera power point ) með mörgum fídusum, var ég að vinna með 3 strákum ( sem var reyndar ekki leiðinlegt ). Það var ákveðið að ef við fengjum 9 fyrir verkefnið, þá kæmu þeir í slátur til mín. Niðurstaðan er komin og við fengum sko tíu fyrir verkefnið, ( eða sko þeir strákarnir ) !! Svo ljóst er að við veðmálið verð ég að standa og mun sjóða nokkra keppi á næstunni, reyndar er spurning að bæta við sperlum.....svona uppá uppbótareinkunninna. Gaman að þessu sko.
Var úti í búð, mér reiknast til að ég er búin að nota 2 og hálfa A4 reikningsbók, ( geri svo margar skissur, ekki skyssur hehe) 6 blýanta ( er svo einbeitt að ég skrifa svo fast ), og 2 strokleður. En hef grætt 3 penna, því ég stel þeim óvart frá öðrum.. Kaffibollarnir eru því miður óteljandi, þarf að fara að telja þá niður. Og síðast en ekki síst, fyrstu 2 mánuðina horfði ég á vísir á vigtinni telja niður, en hún hefur staðið í stað undanfarið, það er að muna bara örlitlu að ég komist í töluna 70, sem er náttúrulega glæsileg tala og væri sko flott að enda í henni. Svo skólaútgjöldin teljast í ýmsum hlutum hjá mér:)
En ég var að ljúka verkefni í íslensku, blaðagrein.....og ég var orðin sjóðheit í restina, þar sem ég komst að þeirri niðurstöðu að D flokkur fær ekki mitt atkvæði í næstu kosningum, hef alveg misst alla trú á stefnu þeirra, en kannski ekki stefnunni sjálfri heldur framkvæmdinni á stefnunni. Var orðin það heit, að ég hendi greininni bara inn á opinberan vettvang....kannski. En svo endaði tíminn í morgun á heimspekilegum vangaveltum um hvernig og hvort hægt væri að skilgreina ástina....rosa skemmtilegt:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2008 | 22:37
Róleg bara
Ég er róleg bara í dag, eins og ég var fúl í gær, þá rann það af mér ( vildi óska að rynni svona fljótt praktíkst af manni líka þegar þannig háttar). En fékk óvænt góðar fréttir í dag sem yljuðu mér mjög mikið um hjartaræturnar, gott að gleðjast í hjartanu.
Gaman í skólanum, tíminn flýgur ótrúlega fljótt, og mín skutlaðist aðeins.... í ræktina, hef ekki farið alltof lengi, svo ég passaði mig nú vel á að ofreyna mig sko ekki:) En lofaði mér að reyna meira á mig næst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2008 | 21:50
Heyrðu nei........
Nú er farið að skyggja allsvakalega. Ég heyrði ávæning af fréttum og er að reyna að lesa mér til hérna á vefnum...en er engu nær. GETUR ÞAÐ virkilega verið að stjórnendur Kaupþings hafi fengið niðurfellingu skulda sinna í bankanum kortéri fyrir þjóðnýtingu bankanna ???? SKO, nú er kominn tími til að allir vesalings fjölmiðlamenn fari að sinna vinnunni sinni og rannsaki þessar slúðursögur, og þó að æðstu menn "láti" ekki ná á sig, þá þarf að beita öllum ráðum og fá þessa andskota til að svara þessum ásökunum, og ekki bara svara, heldur SÝNA það þá svart á hvítu að um slúður sé að ræða, nú ef þetta er EKKI slúður, þá þarf lögreglurannsóknir eins og skot.
Sko, Enron menn í BNA voru næstum því hengdir....jæja kannski ekki hengdir, en hvað þarf til að menn hér á okkar skeri axli ábyrgð og flett verður ofan af þessu spillingardæmi hér. Sko ef það þarf danska kónginn yfir okkur aftur þá það, held það gæti verið skárra en að vita af þessu illþefjandi spillingarvinafrændasonabandalagi sem virðist grassera hér eins og versta graftarkýli.
Ég er brjáluð og verð enn vitlausari ef þetta verður þaggað niður sem slúðurfrétt, svei mér ef ég er ekki til í að fara núna og kveikja í bílhræjum, nei ekki hræjum, heldur bmwum og roverum....Andskotinn bara, HVAÐ ER AÐ GERAST HERNA ??????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2008 | 14:52
jæja....
Ég læsti blogginu á meðan ég hugsaði mig um, hvort ég ætti að blogga áfram. Og hreinlega nenni ekki að vera með það læst og senda lykilorð um allar trissur...( býsna margir sendu mér beiðni nefnilega, ánægð með það ). Þó comment skili sér nú ekki frá öllum. Svo nú er ég galopin aftur, og kæri mig bara kollótta hvort og hverjir hafa einhverja skoðun á þessu bloggi.
Og það er allt í góðum gír hér á Sjónarhóli. Okkur gengur vel öllum í skólanum og bara sátt. Reyndar eru krakkarnir búnir að vera eitthvað tens undanfarið, ég fékk nú uppúr Róbert að hann væri svo stressaður yfir krepputali endalaust, og þegar kafað var dýpra, þá var hann með miklar áhyggjur af því að hann fengi engar jólagjafir í ár.....já hver og einn lítur í eigin barm líklega.
En ég stóð mig að því í morgun, þegar ég kveikti á útvarpi, að ég skautaði fram heim hjá öllum talstöðvum og endaði á tónlistarstöð, fann að ég var orðin þvílíkt pirruð á þessu endalausa krepputali, ég sem er nú dálítið mikill fréttafíkill, er að fá nóg. Enda var léttara yfir liðinu að koma sér framúr, við erum nefnilega frekar morgunfúl að upplagi, fjölskyldan hennar Línu á Sjónarhóli. Og þá bætir ekki úr skák að heyra þessar leiðindafréttir endalaust. En sólin skín úti í dag, það er nú einhvers virði:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2008 | 16:57
Enn hugsi
Já eg er nú enn hugsi. Nú fór ég að velta fyrir mér hvort ég ætti að halda bloggi mínu áfram. Nú hef ég bloggað aðallega um persónuleg málefni. Bæði hef ég haft gaman af því og einnig er tilgangur minn að leyfa vinum mínum og fjölskyldu að fylgjast með svona daglega lífinu mínu/okkar hér á vesturhorninu. Mér finnst nefnilega ekkert leiðinlegt að þegar ég hitti þetta fólk svo, þá er bara nákvæmlega eins og við hefðum hist í gær, og maður er inntur eftir áframhaldandi sögum af ketti og börnum td. því þeir hefðu lesið um það á blogginu. Engin upprifjun þarf að fara fram, því viðkomandi er bara alveg inni í málum af því að hann hafi verið búinn að lesa um það hér. Semsagt: það finnst mér jákvæði póllinn þarna.
Svo aftur á móti: Nú þegar maður uppgötvar að það eru bara kannski fleiri, vinir / ókunnugir / jafnvel óvinir mínir ( held samt ég eigi enga óvini ) en samt fólk kannski sem líkar ekkert sérstaklega vel við mann, gæti gægst hér inn, og lesið um mína persónulega þanka og líf. Dálítið óþægileg tilhugsun satt best að segja. Svo ég fór að tvístíga með þetta, vogin ég í hnotskurn. Kannski væri þetta ekkert sniðugt ! Kannski þyrfti ég að ritskoða mig betur, kannski ætti ég að blogga um eitthvað merkilegra en mitt líf og minna, kannski ætti ég bara að hætta þessu pári.
Og svo kannski skiptir það engu máli bara, hverjum er svosem ekki sama um mitt blogg og mitt líf? Kannski okay einmitt þessvegna held ég bara áfram, ég veit að ég hef mjög gaman að fylgjast með nokkrum bloggum, og hef ósjálfrátt síast að ákveðnum vinum og vandamönnum, sem ég kíki í heimsókn reglulega, ókunnuga læt ég að mestu í friði, og þó......ég hef nú líka staðið mig að því að lesa ókunnuga sem skrifa prívatblogg og hef haft mjög gaman að því.
Þannig að: Vogin ég, sveiflast eins og pendúll, líklegast stöðvast pendúllinn fljótlega og ég tek ákvörðun. En ja........ég er svo sem þekkt fyrir að eiga engin leyndarmál, ég blaðra yfirleitt um allt og ekkert, man að einum vinnufélaga mínum varð á orði einhvertímann, að hann héldi að hann vissi númer hvað nærbrækur ég notaði....hann vissi svo mikið um mig. Er það kannski tú much ? Er betra að vera leyndardómsfullur....það er kannski meira spennandi ? EÐA líklega er ágætt að vera þar á milli.......ég meina : ég hef nú ekkert látið ALLT flakka, ég á helling af leyndó sko:)
Þetta var hugleiðing dagsins frá mér, það væri nú gaman að fá álit annarra..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2008 | 12:41
Hugsandi yfir.....
Erfiðum málum. Ég hef áður bloggað um pabbahelgar og dásamað þær, en þegar slettist uppá vinskapinn við þennan ands....fyrrverandi, þá er ég ekki eins tilbúin að dásama þær. Þegar fullorðið fólk sem á börn saman fer að rífast um peningahliðina, þá er fjandinn laus. Og fjandinn varð laus um helgina. Ég er að reyna að tala mig til og segja sjálfri mér að bakka, en einhvernveginn þegar réttlætiskennd minni er misboðið á ég verulega bágt með það að bakka. En hvað á maður að gera.....? Á ég að lúffa í málefni sem misbýður mér óskaplega eða halda mínu til streitu og gefa þá út ávísun á rosalegt vesen og leiðindi sem pottþétt lendir mest niðri á börnunum.....?
Um leið og ég skrifa þetta þá er það augljóst, að lúffa er líklega það sama að "sá vægir sem vitið hefur meira" . Líklega þarf ég að láta renna af mér reiðinni, ( og fá timburmennina ) og fara þá að hugsa skýrt. En HRIKALEGA er þetta leiðinlegt að standa í stappi við fyrrverandi fávita...afsakið orðbragðið en ég ætla að kjamsa á því orði um einhverja stund. Vonandi fjarar það út og ég get hugsað um fyrrverandi sem, "æji greyið guð gaf honum ekki meira....." eða jafnvel eitthvað betra en i dag kemst ég ekki lengra en þetta með hann.
Annars var ég í enskuframsögn, vann verkefni með annarri, og við erum hæstánægðar, okkur gekk vel og vorum virkilega ánægðar með okkur bara:) Enda lögðum við vel í það, og undirbjuggum okkur mjög vel, og það skilaði sér ! Alveg búnar að fatta það, að góður undirbúningur er náttlega lykilatriði... Svo takk, ég klappa mér bara á bakið sjálf, þegar ég á það skilið:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2008 | 18:16
Fallegt veður
Er hér í Borgarfirði, bara stillt og allt hvítt. Verður kósý í kvöld þegar kveikt verður á kertum og rólegheitin leggjast yfir, krakkarnir fóru í bæinn, svo það er bara ég og kattarkvikindið á bænum. Tilltekt var gerð í kotinu, og þegar maður býr í koti, er þetta eldsnögg aðgerð, hviss bang búmm, allt orðið skínandi hreint eins og í ajax auglýsingu.
Ekkert svosem að frétta, nema það sem var í fréttum í dag.....með gjaldeyrissjóðinn, vonandi að það séu góðar fréttir, ég fylltist nú bara bjartsýni og þor, þegar ég fylgdist með blaðamannafundi, en maður er eins og köttur sem hefur brennt sig, treystir nú ekki alveg því sem maður hefur fyrir framan sig. En ætli maður splæsi ekki á sig sunnudagsmogganum núna, mér skilst að Bjöggi eldri útrásarmaður verði þar í væntanlega lúxus viðtali...., verður fróðlegt að svala forvitni sinni á því tölublaði og skei.....sér svo með því. Best að fara í að dúlla sér í kvöldmatargerð, ætli það verði ekki túnfisksamloka bara...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)