Færsluflokkur: Bloggar
22.10.2008 | 18:41
Ég er í krúttkasti
Yfir deginum í dag:) Brunaði í bæinn og fékk krúttbifvélavirkjann minn til að græja bílinn, laga og koma í gegnum skoðun, fékk krútt 09 miða loksins á bílinn minn, sem hefur eiginlega verið á grænum miða í tvö ár ! Á meðan var krútt systir mín, Ása einkabílstjóri minn, og skutlaði mér í gömlu vinnuna þar sem ég hitti gömlu krútt vinnufélagana mína, og það var ekkert smá krúttlegt, fékk krútt í hjartað bara:)
Þar á eftir hitti ég krútt Magga minn, sem fór með okkur að snarla, og hann þetta elsku krútt, lét falla þessu fallegu orð falla í móðureyrað, "ég hefði nú alveg viljað fá fallegu bláu augun þín" ! Mamman fékk bara tár í bláu augun:)
Og svo eftir annasaman dag og ég á leið aftur vestur, (lesist heim ), var ekki ein af uppáhaldspoppstjörnunum minum Páll Óskar í viðtali með ægilega flottan krútt boðskap, ég bara lagði í vegkantinn til að hlusta á þennan dásamlega dreng.
Að lokum þessa krúttdags, kom ég heim þar sem litlu krúttin mín komu fagnandi á móti mömmu sinni, spennt hvort mamman mundi nú gauka einhverju að þeim eftir kaupstaðarferð, sem hún og gerði og fékk krútt kossa og krútt faðmlag fyrir vikið:)
Svo að lokum ætla ég nú bara að trúa því að ég sé bara dáldið krúttleg.... Farin að krúttast....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.10.2008 | 13:00
Stjörnuspá
Ef þetta er ekki viðeigandi fyrir stjörnuspá mína í dag, þá veit ég ekki hvað....
Vog: Vogina langar að sjálfsögðu til að vera með félaga sér við hlið þegar hún ræðst til atlögu við heiminn, en umbunin fyrir sjálfstæði verður ríkuleg í dag.
Ég túlka þetta á tvennan hátt: Þar sem maður þarf að vinna hér mikið i verkefnavinnu, og oft í paraverkefnum sem ég er einmitt að fara í í dag, þá á þetta vel við, vinna með félaga, en samt sýna sjálfstæði.
Á hinn bóginn langar mig að sjálfsögðu að hafa félaga mér við hlið i daglega lífinu, lesist : langar alveg í kærasta sem er til í að til dæmis vaska upp með mér:) en umbunin fyrir sjálfstæði er alveg að koma í ljós, búin að vera einstæð og sjálfstæð i hva....fjögur ár, hefur skilað mér í því að ég er langtum sáttari við sjálfa mig og er farin að fíla það vel að vera ein með sjálfri mér.:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2008 | 14:19
Fjarri en þó nærri
Það var skrýtið að vakna í morgun og sjá sms frá 112..tilkynning frá slökkviliðinu, búið er að slökkva eld í Vesturbergi 100, haldið ykkur í íbúðum ykkar !! Mér auðvitað dauðbrá, þar sem ég er með leigjendur í 98 og rauk í símann, sem betur fer fór betur en hefði getað orðið, en auðvitað eru allir í sjokki, og að vita til þess að allar líkur eru á að um íkveikju sé að ræða gerir mann sótreiðan. Stefna heilu fjölskyldunum í þennan voða um hánótt,það er brjálæði og glæpsamlegt.
Annars gengur allt sinn vanagang hérna hjá Línu í Sjónarhóli, í gær fór fram mikil kanilsnúða framleiðsla á bænum, um leið og sláturkeppur sauð í potti:) Kreppulegt kannski, en í þessu tilviki gat ég ekki séð kreppu áhyggjusvip á heimasætunni og vinkonu hennar, þeirra svipur ljómaði af ánægju þó þær litu dálítið fölar út, en það var nú vegna þess að hveitisáldur dreifðist um andlitið þegar strokið var hár frá andliti.....og skammir dundu á strákapjökkum sem snigluðust þarna um og stálu deigi frá vinnukonunum :) Afföll á deigi urðu talsverð, en vinnukonurnar áttu nú einhver hlut í því.
Svo fékk ég tækifæri í gærkveldi að keyra svona lúxus 10 milljóna jeppa til Borgarness og til baka, átti að kíkja á pöbb......en það var nú steindauður bærinn þar og ekki nokkur sála að drekkja sorgum sínum á almannafæri þar, jú reyndar 2 eða 3 en þeir virtust líta út fyrir að drekkja þeim ( sorgum og gleði ) á hverju kveldi. Svo þetta var bara fínasti bíltúr, og já.....mér fannst ekki leiðinlegt að keyra svona fínan bíl og get alveg skilið að fólkið sem missir þessa jeppa sína líði nú kannski ekkert vel yfir því, ég gæti alveg vanist því að eiga svona:) En jæja, ætli ég sé ekki lukkuleg að eiga minn skuldlausa græna miða bíl hér fyrir utan, þrátt fyrir að eg þurfi núna undanfarið að láta renna í gang, þar sem hann virðist vera farinn að hiksta aðeins þar sem hann er ekki hreyfður reglulega eins og áður, og rýkur ekki upp eins og venjulega. En...... ég sætti mig alveg við það, EN seinna þegar tækifæri gefst og þá aðeins að það gangi upp og sé eðlilegt fjárhagslega gæti ég alveg séð mig fyrir mér í svona finum bíl, má meira að segja vera talsvert ódýrari, en ég segi bara eins og Bubbi.........malið, lyktin og ljósin í mælaborðinu.....hahah það er dáldið cool:) hér er kalt og rok í dag........en krakkarnir úti í ullarsokkum og snjóbuxum, húfum og vettlingum og eg er farin að lesa mér til í ensku:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2008 | 12:44
Pollýanna jójó
Ég er algjört jójó. I dag er ég td. ekki pála pollýnna. Sé td ekkert skemmtilegt eða bjart við það að á fimmtudögum er ÖLL dagskráin í sjónvarpinu mitt uppáhalds....allir í röð. Þar sem mikið er að gera og ég þarf til dæmis að skila hellings verkefnum eftir helgi, þá þarf ég að nýta hverja stund í lærdóm. Það getur verið afsakanlegt að horfa á einn og einn þátt, en að sitja heilt kvöld við sjónvarpsgláp, þegar maður á að vera að gera eitthvað annað er víst ekki skynsamlegt. Nú þarf vogin ég að gera uppvið mig, hvort ég sleppi klovn, brian eða sex hlekkjum. Og að leggja þetta á vogina mig er óafsakanlegt bara. Ég byrjaði að kveljast af þessum valkvíða strax í morgun. Og er bara fúl. Én jæja, í stað þess að eyða tíma í þetta blogg, er best að byrja á lærdóm ekki seinna en nú þegar..... ég sem ætlaði að vinna eins og vitlaus i jólafríi, er farin að sjá í hillingum að liggja í sófa allt jólafríið og td glápa á tv, nú eða prjóna...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.10.2008 | 20:45
Pála Pollýanna
Ég hef sko verið Pála Pollýanna í dag:) Átti frábæran dag bara með sjálfri mér, vaknaði í morgun hjá mínum elskulega bróður og mágkonu, þar sem ég naut mikillar gestrisni og ósvikinnar athygli frá öllum þremur ferfætlingunum sem þar búa. Dútlaði mér aðeins í bænum, en ákvað að drífa mig aftur í sveitina, þegar ég fann i einni búðinni að það væri alveg við það að renna á mig kaupæði, ég slapp fyrir horn og henti frá mér 12000 króna gallabuxunum sem mig langaði svo í. Tók kattarkvikindið með mér vestur, og hún er sko ekkert kvikindi lengur, hún hefur ekki ráðið sér fyrir gleði, og er bara virkilega glöð sýnist mér að vera komin til múttu sinnar, nuddar sér við lappirnar á mér, malar stöðugt og fylgir mér hvert fótmál:)
Allt var á hvolfi hjá mér, en stærsti kosturinn við að búa i litlu rými, er að maður er svo rosalega fljótur að laga til:) Og svei mér þá, þegar ég er búin að taka vel til, og kveikja á kertum þá líður mér bara stórkostlega vel:)
Skrapp út í náttúruna og náði mér í haustgreinar, settist við sjónvarpið og sá Sveppa fara á kostum að syngja lög Nýdanskrar...alveg frábær sveppur.
En núna er laugardagskvöld....og ég þarf að skella mér í lærdóm, kannski ég endi kvöldið á stærðfræði og kannski fæ ég þá "stærðfræðifullnægingu" en það er mómentið þegar maður fattar dæmið, eftir að búið er að glíma við það í einhvern tíma.......og það er ekkert leiðinlegt að fá "stærðfræðifullnæginug"" heheh.....vonandi verður það rað...:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2008 | 21:02
Ljós í myrkrinu
Í þessu hafaríi núna, ( sem ég er samt pollróleg yfir að mestu reyndar ), þá var nú kærkomið að detta í endursýningu á Stundinni okkar í dag. Sá reyndar bara síðustu mínúturnar, en þær voru snilldarmínútur og ég og börnin mín biluðumst bara alveg úr hlátri. Björgvin Frans er byrjaður að stýra þættinum og hafði fengið Þórð húsvörð ( laddi ofcourse) til sín. Þórður gamli, var að lesa ævintýrið um Mjallhvíti og skotið var inn smá leiknum atriðum sem þeir tveir léku. Kannski var það nostragían að sjá Þórð gamla húsvörð, en þetta var svo skemmtilegt. Klárt að ég mun örugglega gjóa á Stundina okkar næstu sunnudaga, mikið fegin að losna við hin tvö sem voru alltaf að reyna að rembast að tala ekki barnalega, en samt tala barnalega........fékk oft litla aulahrollinn yfir mig.
Við krakkarnir ætlum ekki að klikka næsta sunnudag. Og gleðifréttir bárust okkur í dag, við fáum undanþágu að hafa kisukvikindið hjá okkur, jæja, ég er nú ekkert of spennt að fara að þrífa undan henni, en jæja, við tókum hana á sinum tíma og berum þarafleiðandi ábyrgð á henni, krakkarnir alsæl að fá kisuna sina:) Jæja, hætta að slóra í bloggi og fara i síðasta tékkið...er að fara í próf á morgun:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.10.2008 | 12:07
æði að vera
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.10.2008 | 21:58
Hættu þessu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2008 | 16:22
Kom að því...
Að ég hugsaði: Hvað er ég eiginlega búin að koma mér út í ? Er ótrúlega ekki að fatta núna, gess what.... í stærðfræðinni. Þreytt, pirruð, blönk, lónlí, allt að bögga mann núna. Og þá er að viðurkenna það og gera eitthvað í því líklega, en akkúrat núna velti ég mér uppúr þessu en ætla að hætta því eftir SMÁ tíma. Kæru lesendur, commentið djók á mig og hjálpið mér að brosa...
Ps. Uppþvottavélin hrökk í réttan gír, var bara eitthvað ryðguð. Líklega ætti ég að taka hana mér til fyrirmyndar.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2008 | 22:46
Margumrædda
Uppþvottavélin er komin á sinn stað...........Ég var hamingjusöm og naut hljóðsins í henni til botns. Naut þess svo mikið í botn að ég áttaði mig á því að hún var enn í gangi 3 klukkutímum síðar og smá hitalykt farin að gera vart við sig.
Stopptakkinn er líklega ekki að virka..........veit ekki meir, slökkti á henni og bíð til fyrramáls með að athuga málið, því ég er í uppnámi, ætla að ná mér niður fyrst .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)