Færsluflokkur: Bloggar

tekk

tekka a þessu eitthvað skrytið

Heyrðu mig nú...

Var að versla áðan í Kaskó, og ég er bara enn með hjartslátt....þurfti að borga meira en ég átti von á, þrátt fyrir að hafa reynt að reikna i huganum um leið og ég týndi í körfuna.  Sko, hvað á það eiginlega að þýða að rukka mann um 354 krónur fyrir litla tannkremstúpu ??

Ég geri mér grein fyrir að þannig innkaup á að gera í Bónus, en þar sem neyðin var algjör...( búið að klippa síðustu túpu í tvennt og skafa innan úr henni algjörlega ) neyð sem skapaðist af því að það gleymdist í öllum innkaupaferðum að kaupa tannkrem, en neyð sem kenndi naktri konu að spinna....búin að uppgötva að fyrir þrjá heimilismeðlimi, dugar túpan í 3 daga í viðbót við að klippa túpuna í tvennt, muna að gera þetta framvegis:)   En allaveganna,  ég er bara í nettu áfalli.    Hvaða sparnaðarráð ætti maður að nota til að lágmarka kaup á tannkremstúpum (fyrir utan að klippa ), sleppa henni og nota matarsóda.... ? hmmm ekki sleppa burstun auðvitað, það er ekki í myndinni,  fylgjast betur með þegar maður setur kremið á burstann, því stundum lætur maður alltof mikið. 

Skilst að litlu sparnaðar ráðin geti skilað manni miklu, ég td. er að kenna Brynju að telja á wc rúllunni bréfin sem hún notar, því stundum hefur maður orðið vitni að því að það er rúllað og rúllað og rúllað..........he he þar fer peningur í súginn.

En jæja, burtséð frá þessu, þá er lífið yndislegt, ég kvaddi vinnufélaga klökk á föstudaginn, eða réttara sagt þau kvöddu mig með miklum yndisleik og hlýjum kveðjum,  mikið hef ég verið dásamlega heppin i gegnum tíðina að eiga eintóma frábæra vinnufélaga:)   Og nú er verið að pakka á fullu, því eftir viku tekur við nýr kafli í mínu lífi.  Mikið hlakka ég til, auðvitað er samt alltaf pínu geigur í manni þegar stór skref eru tekin og ekki alveg hundrað prósent vitað hvað bíður manns,  en ég tek því fagnandi:)


verslunarmannahelgi

Aftur og enn runnin upp....kona á mínum aldri hefur nú aldeilis lifað nokkrar svoleiðis helgar, með misjöfnum niðurstöðum.   Nú var ég búin að blogga talsvert um eina helgina en strokaði það allt út,  fékk bakþanka um að maður lætur ekki allt flakka hér á blogginu, en ljóst er að sumar helgarnar hafa skilið mismikið eftir í minninu, ég er ein af þeim ógæfusömu sem hafa því miður farið ansi flatt á áfengisdrykkju og um verslunarmanna helgar hefur beislinu verið sleppt algjörlega oft á tíðum.  Þvi finnst mér notalegt að vera heima núna, það er hlýtt og gott inni við og bara kósý stemming með kertaljósum.   Og sakna einskis:)   Samt í dag þegar ég var í bílnum og stanslaus útihátiðarlög og stemming hljómaði í útvarpinu, fannst mér eitt augnablik að ég væri skilin útundan, allir að hafa það gaman nema ég, en þá fattaði ég að ég gæti skipt um stöð !!!   Skipti og hlustaði á klassík og fattaði þá að ég þyrfti ekkert að taka þátt í stemmingunni og láta mér finnast eins og ég væri útundan, heldur nákvæmlega koma mér í annan gír, og njóta augnabliksins sem ég á með sjálfri mér, án þess að finnast ég vera að missa af einhverju.   Og það virkaði bara stórvel:)  

Fór á mamma mia í dag og skemmti mér konunglega með Brynju minni, Róbert harðneitaði að fara á söngvamynd og sat i næsta sal að horfa á batman.    Eftir að heim var komið rauk brynja í tölvuna og búið er að spila lögin út i eitt......svei mér ég fékk ryksugulöngun og þrif löngun við að heyra i lögunum, rosa fint að blanda ajax lykt saman við Abba lög:)    


majorka hvað....

Ég á æðislega vinnufélaga og þegar yfirmaðurinn leit við  i dag og sagði að þetta væri ekki hægt, við mættum halda inni lágmarks vinnumannskap  í dag vegna veðurs, þá leyfðu mínir elskulegu vinnufelagar mér að fara heim klukkan tvö:))  Eg brunaði beint heim og í sundlaugina í garðinum mínum ( breiðholtslaug semsagt), og lá þar í solbaði í 3 tíma.  Svo geggjað, og ég færði mig meira að segja þar sem blástur komst að manni.   Þvílíkur unaður að geta upplifað svona daga ! 

Brynja skvís fékk óvænt boð um að fara í sveitina til Bjarna og Lilju, Róbert fyrir norðan á mínu gamla sveita setri, svo ég og kötturinn erum bara ein heima og höfum það rosa gott, svei mér þá, mér finnst bara æðislegt að vera ein með mér:)  Ok, kötturinn er hér lika en hún er ekkert að böggast uppá mig, minnir mig bara á þegar ég hef gleymt að gefa henni að éta og jú sleikjir tærnar á mér ef hún kemst í færi við þær.  

Planið mitt númer B er bara alveg að ganga upp, og ég er farin að fá fiðring í magann að komast í frí eftir viku og síðan að undirbúa flutninginn. 

Live is good:)  


Geimverur eru til !!

Segir Edgar Mitchell 77 ára, fyrrum geimfari og tunglgöngumaður í útvarpsviðtali fyrir skömmu.

Hann segir að NASA sé búinn að halda þessu leyndu í 60 ár, og NASA gaf út yfirlýsingu að þeir deili ekki þessarri skoðun með þessum Edgar, en hann sé góður Bandaríkjamaður.

Mér fannst gaman að lesa þessa frétt, einhver hélt þvi fram fyrir laaaanga löngu að jörðin væri ekki flöt, aðrir deildu ekki þeirri skoðun með honum, Galileo hélt sumu fram, en aðrir deildu ekki þeirri skoðun með honum, Wright bræður sögðust einhverntimann geta flogið flugvél, sumir höfðu enga trú á þeim og sögðu BULL !     Magnús Skarpi heldur því fram að geimverur séu til, ýmsir hrista hausinn og segja hann rugludall.....

En já ég hafði gaman af þessu, en kannski eru elliglöp að herja á 77 ára manninn gætu sumir sagt, en maður minn, þessi gaur hefur LABBAÐ á tunglinu sko......... ! Eg kaupi þetta:)  Því það er ljóst að við mannræflar vitum ekki nema brot af því sem er í gangi, og alheimurinn er svo langt fyrir utan okkar veröld, og ég er klár á þvi að við erum bara lítið sandkorn i óhemju dæmi.    Svo ég litla sandkornið ætla núna í tiltekt á geymslukompu,  finnst ég hef ekki tækifæri að fá mér göngutúr á Tunglinu:)


Hvað gerir maður

Þegar hlutirnir æxlast ekki alveg eins og maður vill???

Jú, jú þá fer maður í plan B  !!!

Ég búin að liggja i plani A,  þrjóskaðist við þegar ekki gekk upp planið, að snurfusa dáldið og

laga planið, en núna fer plan A   i ruslið því það gengur ekki upp og PLAN B

er næst á dagskrá.  Hætt að bölsótast í að plan A gekk ekki upp, og bretti upp ermar i plan B. 

Að því sögðu útskýri ég eftirfarandi: Plan A var að selja íbúðina, greiða allar skuldir og skella sér í skóla í haust.  

En þar sem allt er frosið fast, og ryðgað oní skítinn á íbúðamarkaðnum, gengur PLAN A ekki upp og ég að renna út á tíma

SVO: PLAN B  -  finna leigjendur, sem eru traustir og góðir og enda með að verða vinir mínir, og ættleiða köttinn og ísskápinn og bjóða mér í mat á sunnudögum, ( úps eða nei, þá væru þetta skrýtnir leigjendur )  en góðir leigjendur hljóta að finnast sem vilja búa her á þessum frábæra stað þar sem ég er með heila flotta sundlaug í garðinum.   

semja við bankann um rest af skuldum, sannfæra þá um að fjárfesta í snillingnum henni palu púrru sem ætlar að láta hundrað ára gamlan draum rætast og fara í háskóla í haust:)))

Og jæja ef plan B gengur ekki upp þá er það C.......þvi eins og Einstein gerði......kviknaði ljós á 100.9999  planinu eða þannig....eða ég held það .......... einstein já......

latið berast.......4 herb. íbuð með sundlaug i garðinum, matarkistuna kasko hinum megin við eldhúsgluggann, bókasafnið örlítið lengra en svefnherbergisglugginn, og hreint dásamlega afskiptalausir en samt vingjarnlegir og skemmtilegir nágrannar í boði, fyrir sanngjarnt verð

Laus fljótlega því bráðum haustar og skólar fara að byrja bara:))

 


Einelti

Eg fékk sting í hjartað að heyra móður tala um einelti í tv í gær, hún missti son sinn, og lýsti hvernig eineltið hafði áhrif á drenginn sinn.

Þrátt fyrir að allir skólar virðast vera komnir með eineltis áætlanir í sína stefnuskrá og flagga þeim áformum i gríð og erg, þá er sorglega mikið um þetta ennþá í skólum og fer oft sorglega leynt, því börn segja ekki alltaf frá heima því sem er að ganga á i skólanum.    Og þetta er svo lúmskt oft á tíðum að við foreldrar erum bara græn í allt of langan tíma.

Minn strákur lenti í þessu en sem BETUR fer, uppgötvaðist þetta á sérstakan hátt, þar sem móðir bekkjarfélaga hans sem býr við skólalóðina SÁ eitt skiptið þar sem ákveðnir drengir sátu fyrir honum og hringdi i mig.

Fram að því, hafði hann kvartað heima að það væri leiðinlegt í skólanum, hann lenti í áflogum í skólanum, það var  hringt í mig, kennarar kvörtuðu yfir að hann væri erfiður, sæti lítið kyrr, einbeitningin slæm og svo framvegis.  Heima tók hann 3 tíma i að sofna á kvöldin, erfiður og uppstökkkur við mig,  og þegar hann var í vandræðum í skólanum þá skrifaði maður þetta ósjálfrátt allt á hann.  Hann nefndi aldrei þessa drengi sem voru einn daginn bestu vinir hans, næsta dag lömdu hann, þriðja daginn ögra honum, fjórða daginn aftur bestu vinir hans,  hann vissi ekkert í hvorn fotinn hann atti að stiga og brást við með stælum og óþekkt.   Ég fór með hann til sálfræðings, sem greindi hann með mikinn kvíða en engan athyglisbrest eða neitt svoleiðis sem kennararnir vildu lata skoða hann með.    En til að gera langa sögu stutta, þá bárum við gæfu til við pabbi hans að eftir um það bil einn og hálfan mánuð þar sem ástandið var hríðversnandi, að pabbi hans tók hann austur i sveitaskola sem hann hafði aðgang að. Og minn maður litli, tók stórstígum framförum, skyndilega hækkar minn maður um heila 3 i ísl og stæ, og verður allur annar. 

Þegar ég horfi á sviðið til baka, þá fannst mér skólinn ekki bregðast við á réttan hátt og alls ekki ég heldur, ég var bara svona græn og meira að segja kenndi ég mér um þetta allt saman, hann hafi verið svona uppstökkur og óþekkur útaf mér, og pabbi hans réði mun betur við hann.  Til að vera sanngjörn þá held að það hafi reyndar verið rétt að einhverju leyti, hann hafði auðvitað mjög gott af því að vera meira með pabba sínum, EN  það er kristaltært að i hans árgangi voru tveir drengir sem héldu öllu í herkví,  þetta voru fyrstu drengirnir sem minn strákur kynntist hér i hverfinu, i fyrstu hinir bestu vinir, en svo breyttist það.  Strákurinn minn bar samt svona óttablandna virðingu fyrir þeim, þeir voru töffarar og hann dáist af svoleiðis.

Sjálf munum við örugglega öll eftir "hrekkjusvínunum" í skóla, og þetta er líklega svoleiðis dæmi, en maður hefði haldið að á þessum tímum væri betur unnið með þessi dæmi en áður, en eins og ég segi, mig grunar að þetta sé ansi stórt dæmi ennþá og tala ekki um núna þegar smsin og netið eru komin i spilið.    Við foreldrar verðum að vera vakandi fyrir þessu, því þetta getur verið ansi lúmskt.  Ég td. var feimin að kvarta í skólann,   þannig, ég kvartaði, en var ekki ýtin og frek, fannst einhvernveginn eins og ég ætti ekki að vera að skipta mér af hvernig þau höfðu þetta í skólanum, vildi ALLS ekki vera eins og móðursjúkt foreldri, ( sem er auðvitað til ).

En eftir þessa breytingu sem varð á drengnum við að skipta um skóla þá sannfærðist ég alveg um hvað þetta var alvarlegt mál, og mun ekki vera feimin við að æða í skólann framvegis ef eitthvað kemur uppá.  

En litla ljósið ( drengurinn ) breyttist nú ekkert i engil með vængi :)  hann er skapstór að upplagi og nokkuð fyrirferðarmikill, en mikill ljúflingur og eldklár:)   En þetta var bara pæling varðandi þennan málaflokk....


Sól sól

aftur komin sól, og svei mér þá hvað sú gula léttir lundina bara ósjálfrátt.   Það eru rólegheit á bænum núna, guttinn fékk gott boð um að fara með vini sínum í sumarbústað, svo honum var skutlað í rútu í gærmorgun austur á Laugavatn og við mæðgur einar í kotinu.   Það er öðruvísi yfirbragð yfir öllu núna, það verður að segjast eins og er að eiginlega dettur allt í dúnalogn. 

Mér varð nú að orði um daginn við þau þegar systkinaerjur stóðu sem hæst, hvursvegna þau létu svona stundum, og þóttist rifja upp að ALDREI létum við svona systkinin þegar ég var lítil og þó vorum við fimm sem ólumst upp í tröppugangi í aldri.    Ég roðnaði nú aðeins þegar ég sleppti orðinu, því um leið skaust uppúr minningaboxinu ljóslifandi fyrir mér, þegar ég í miklu reiðikasti skutlaði skærum á eftir mínum elskulega tvíburabróður, og ekki vildi betur til en þau stungust á kaf í ökklann á honum....:(   Gleymi nú ekki skömminni og iðrunarkastinu sem greip mig, því það hlaust af talsvert sár og hefði sko alveg getað endað verr. ) 

Þannig að ég stend mig núna af því að stynja og tuldra: Elskiði friðinn og strjúkiði kviðinn...en það var nákvæmlega það sem mamma stundi upp í gamla daga, en hún þurfti nú að díla við fimm kvikindi á meðan ég er nú bara með þessi tvö:)    Hugsa stundum en örugglega ekki nægjanlega oft til hennar mömmu sem vann eins og skepna alla sína tíð, verkamannavinnu, umönnun aldraða og skúringar til að hafa ofan í þennan krakkaskríl, fimm stykki, + elstu tvö, og ekki voru nú pabbahelgarnar þá, ekki barnabæturnar, og held svei mér ekki meðlagið, eða allaveganna ekki frá barnsföðurnum, kannski ríkinu , eiginlega veit það ekki.    Pabbahelgarnar sem eru bæði mér og börnunum mikils virði, fyrir þau að hitta pabba sinn og umgangast, fyrir mig, aðeins að draga andann léttar og "dekra" þá bara við sjálfa mig.  

Ekki held ég að mamma með sín fimm yngri hóp og tvö elstu , hafi átt aðra hverja helgi frí, og farið í bíó, kaffihús eða eitthvað þessháttar.  Ég man nú reyndar bara lítið til mömmu þannig, held hún hafi bara unnið og unnið og unnið, tekið aukavaktir, skúrað, og alltaf í strætó.  Þreytt og lagði sig og svaf.   Ég skammast min bara milljón núna þegar ég rifja þetta upp og ætla ekki að voga mér að kvarta yfir hlutskipti mínu.   Og mér verður alltaf hugsað til mömmu þegar ég sé fálkaorðuveitingarnar sem forsetinn veitir á hverju ári, ætla nú ekki að gera lítið úr þeim, en þegar frú Jóna Jóns, titluð húsmóðir  ( með fyrirvinnunna sina) fær fálkaorðu fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsmála....eða hr.Jón Jónsson fyrir ómetanlegt starf í þágu íþrótta, gott og blessað,en þá finnst mér stundum að frú Sjana í Breiðholtinu ætti að fá fálkaorðuna fyrir að koma 7 krakkakvikindum á legg,  við þær aðstæður sem hún bjó við, og skilað þeim  þokkalega heilum út í samfélagið, en jæja samt erum við öll eða flest þessarra krakkakvikinda  með einhverja pústra á okkur eftir uppvöxtinn, en merkilega nokkuð heil samt:))

Svo heiðursorðuveitingu mína  allaveganna fá þessar einstæðu, verkakvennakonur, sem ólu upp krakkaskrípin á árum áður, í dag er þetta gjörbreytt og einstæðar mæður sem vinna verkavinnu geta sótt i miklu meiri aðstoð og bætur og geta "dekrað" stundum við sig meira að segja.

Takk fyrir mig !


Útilega

Útilegubaktería hefur aldrei heltekið mig, en sl. ár hafa æxlast þannig að ein til tvær útilegur hafa verið farnar á hverju sumri.  Þessi helgi var semsagt xuð fyrir útilegu og nú þegar heim er komið, er ég ákveðin að þær verði ekki tvær á þessu sumri:)   Fór vestur á Hellisand, með börn, mömmu og glás af mat og útilegudóti sem ég fékk að láni frá mínum yndislegu nágrönnum:)   Á Hellissandi hittum við fyrir slatta af fjölskyldumeðlimum og það var bara mjög gaman. Frændi minn einn góður er flinkur gítarspilari og það var sungið og trallað inn i laugardagsnottina.    Ég tjaldaði minu 35 ara gömlu Ægistjaldi, og krakkarnir svafu þar vært, en ég gamla geitin fékk að stinga mér inn í fellhýsi,yfr nóttina og þar með er það ákveðið, ég mun róa öllum árum í það framvegis að fa að gista þannig þessa einu útilegu á ári sem ég fer í , get bara ekki hugsað mér að skriða inn i tjald eftir þessa reynsu.  En anyway, þetta var auðvitað allt mjög gaman, nema þessa helgina rigndi slatta og nokkuð rok var.    En þó stytti upp á milli og við náðum alveg að grilla öll saman uti og borða, það var mikils virði, og dásamlegt að hitta flesta fjölskyldumeðlimi við þessar aðstæður.

En ástæðan að ég segi að útilegan verði bara ein á þessu ári er sú að mikil hrikalega er leiðinlegt að taka allt drulluga draslið, þvo og ganga frá dotinu aftur, serstaklega núna, 2 umgangar af óhreinum fötum af börnum 2, afgang af mat og alles, æji æji, það dugar mér bara alveg ein svoleiðis helgi á ári:))    En reyndar ef ég ætti mann.....sem ætti fellihýsi....sem kynni að grilla......og hella uppá útilegukaffið......  þá myndi ég kannski endurskoða fjölda útilegu á ári:)   

I dag erum við börnin þakklát að vera innandyra í rigningunni, svo þakklát að náttfötin fengu að hanga utaná okkur í allan dag,  bara dundað ser við lestur, sjónvarpsgláp, og borða upp af afganginn af útilegu nestinu:)  Mjög náðugt.

 


Magnaður þáttur

Á RUV í kvöld, kraftaverk í móðurkviði.  Sá reyndar bara síðasta hlutann en myndavélar voru inni í móðurkviði og sýnt þegar fjölburar voru sóttir, og þegar tvíburar fæddust á eðlilegan hátt.  Ótrúlega magnað að sjá, og þulur og texti alveg frábær með.  Ég hreifst með eins og örugglega flestir sem horft hafa á þetta, og þar sem ég er tvíburi sjálf, fannst mér ekki leiðinlegt að fylgjast með tvíburameðgöngu innanfrá, og gera mér í hugarlund og reyndar getað sagt við sjálfa mig að nákvæmlega þetta hefði ég gengið í gegnum fyrir allmörgum árum:)  En sama hvað ég rembdist þá komu nú engin minningabrot upp,   þó er ég ekki frá því að það kveikti bjöllum þegar barnsgrátur heyrðist, ég er handviss um að Helgi litli bró hafi grenjað úr sér lungun við fyrsta andartakið sitt og þar sem hann kom einhverjum mínútum á eftir mér þá er það líklega fyrsta háværa hljóðið sem ég heyrði þegar ég kom í heiminn, ( fyrir utan sjálfa mig ) .      Mér skilst reyndar að hann hafi svo verið lágværari en ég næstu árin:) 

Flottur þáttur !

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband