13.7.2008 | 17:24
Útilega
Útilegubaktería hefur aldrei heltekið mig, en sl. ár hafa æxlast þannig að ein til tvær útilegur hafa verið farnar á hverju sumri. Þessi helgi var semsagt xuð fyrir útilegu og nú þegar heim er komið, er ég ákveðin að þær verði ekki tvær á þessu sumri:) Fór vestur á Hellisand, með börn, mömmu og glás af mat og útilegudóti sem ég fékk að láni frá mínum yndislegu nágrönnum:) Á Hellissandi hittum við fyrir slatta af fjölskyldumeðlimum og það var bara mjög gaman. Frændi minn einn góður er flinkur gítarspilari og það var sungið og trallað inn i laugardagsnottina. Ég tjaldaði minu 35 ara gömlu Ægistjaldi, og krakkarnir svafu þar vært, en ég gamla geitin fékk að stinga mér inn í fellhýsi,yfr nóttina og þar með er það ákveðið, ég mun róa öllum árum í það framvegis að fa að gista þannig þessa einu útilegu á ári sem ég fer í , get bara ekki hugsað mér að skriða inn i tjald eftir þessa reynsu. En anyway, þetta var auðvitað allt mjög gaman, nema þessa helgina rigndi slatta og nokkuð rok var. En þó stytti upp á milli og við náðum alveg að grilla öll saman uti og borða, það var mikils virði, og dásamlegt að hitta flesta fjölskyldumeðlimi við þessar aðstæður.
En ástæðan að ég segi að útilegan verði bara ein á þessu ári er sú að mikil hrikalega er leiðinlegt að taka allt drulluga draslið, þvo og ganga frá dotinu aftur, serstaklega núna, 2 umgangar af óhreinum fötum af börnum 2, afgang af mat og alles, æji æji, það dugar mér bara alveg ein svoleiðis helgi á ári:)) En reyndar ef ég ætti mann.....sem ætti fellihýsi....sem kynni að grilla......og hella uppá útilegukaffið...... þá myndi ég kannski endurskoða fjölda útilegu á ári:)
I dag erum við börnin þakklát að vera innandyra í rigningunni, svo þakklát að náttfötin fengu að hanga utaná okkur í allan dag, bara dundað ser við lestur, sjónvarpsgláp, og borða upp af afganginn af útilegu nestinu:) Mjög náðugt.
Athugasemdir
Takk Pálína fyrir síðast,ég hef ekki tekið þátt í ættarútilegu síðan á Búðum hér fyrir óralöngu,er alltaf að vinna á sumrin, sérstaklega um helgar. Ég hlakka til næsta sumars, vonandi hittumst við þá, það er alltaf svo næs að hitta ykkur Sjönubörn, maka, börn og hunda þó að ég hafi bara stoppað stutt í þetta sinn.
Ragnhildur (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 01:58
Hæ honí og takk fyrir síðast. Þetta var nú alveg ágætt eftir á að hyggja. Reyndar bunkar af blautum fötum og svona....tjaldið endanlega ónýtt.....en hvað um það, það var gaman að hitta fólkið sitt.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:29
Hæ elsku frænka og takk fyrir síðast! ég náði ekki að kveðja þig, þannig að ég ákvað að kasta á þig línu. Ég var komin heim um tvö leytið um nóttina eftir að hafa keyrt í grenjandi rigningu, mér var nu ekki alveg sama þarna á þessari brjáluðu heiði frá Hellissandi í þoku, slæmu skyggni og holóttum veginum. Ég fór bara varlega meðan börnin höfðu það kosý í aftursætinu með kodda og teppi ;-) Vona að það líði ekki alltaf einhver ár á milli þess sem við sjáumst.
Kv. Linda frænka
Linda Ýr Ægisdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 21:06
Ekki slorlegt að hafa 4 frænkur hér i röð i commentinu:) segið svo að það sé ekki grundvöllur fyrir frænkukvöldi...ekkert sma gaman að sjá ykkur her i röð.
Linda............já það var sko bara töff að keyra heim, það bætti ekki úr skák að rúðuþurrkurnar mínar ískra alveg óendanlega, og þar sem á tímabili þurfti að keyra þær á fullu, þá var dáldið dramatískt um að litast í mínum bíl, ég samanbitin og með hvíta hnúa á stýrinu að vera viðbúin vindhviðum, krakkarnir annað hvort að kýta í aftursætinu eða óa yfir rúðuþurrkulátunum, mamma við hliðina á mér með spenntar greipar, farandi liklega með faðirvorið i huganum um leið og hún hélt niðri i sér andanum til að pirra nú ekki bílstjórann.... já það var dramatiskt andrúmsloftið, og að auki er bíldruslan mín orðin eitthvað gisin, þannig að vindurinn nauðaði i gegn, þetta var ansi skrautlegt :)
Já stefnt á hitting....... mér líst vel á það,
pálina (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.