Hvað gerir maður

Þegar hlutirnir æxlast ekki alveg eins og maður vill???

Jú, jú þá fer maður í plan B  !!!

Ég búin að liggja i plani A,  þrjóskaðist við þegar ekki gekk upp planið, að snurfusa dáldið og

laga planið, en núna fer plan A   i ruslið því það gengur ekki upp og PLAN B

er næst á dagskrá.  Hætt að bölsótast í að plan A gekk ekki upp, og bretti upp ermar i plan B. 

Að því sögðu útskýri ég eftirfarandi: Plan A var að selja íbúðina, greiða allar skuldir og skella sér í skóla í haust.  

En þar sem allt er frosið fast, og ryðgað oní skítinn á íbúðamarkaðnum, gengur PLAN A ekki upp og ég að renna út á tíma

SVO: PLAN B  -  finna leigjendur, sem eru traustir og góðir og enda með að verða vinir mínir, og ættleiða köttinn og ísskápinn og bjóða mér í mat á sunnudögum, ( úps eða nei, þá væru þetta skrýtnir leigjendur )  en góðir leigjendur hljóta að finnast sem vilja búa her á þessum frábæra stað þar sem ég er með heila flotta sundlaug í garðinum.   

semja við bankann um rest af skuldum, sannfæra þá um að fjárfesta í snillingnum henni palu púrru sem ætlar að láta hundrað ára gamlan draum rætast og fara í háskóla í haust:)))

Og jæja ef plan B gengur ekki upp þá er það C.......þvi eins og Einstein gerði......kviknaði ljós á 100.9999  planinu eða þannig....eða ég held það .......... einstein já......

latið berast.......4 herb. íbuð með sundlaug i garðinum, matarkistuna kasko hinum megin við eldhúsgluggann, bókasafnið örlítið lengra en svefnherbergisglugginn, og hreint dásamlega afskiptalausir en samt vingjarnlegir og skemmtilegir nágrannar í boði, fyrir sanngjarnt verð

Laus fljótlega því bráðum haustar og skólar fara að byrja bara:))

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband