Geimverur eru til !!

Segir Edgar Mitchell 77 ára, fyrrum geimfari og tunglgöngumaður í útvarpsviðtali fyrir skömmu.

Hann segir að NASA sé búinn að halda þessu leyndu í 60 ár, og NASA gaf út yfirlýsingu að þeir deili ekki þessarri skoðun með þessum Edgar, en hann sé góður Bandaríkjamaður.

Mér fannst gaman að lesa þessa frétt, einhver hélt þvi fram fyrir laaaanga löngu að jörðin væri ekki flöt, aðrir deildu ekki þeirri skoðun með honum, Galileo hélt sumu fram, en aðrir deildu ekki þeirri skoðun með honum, Wright bræður sögðust einhverntimann geta flogið flugvél, sumir höfðu enga trú á þeim og sögðu BULL !     Magnús Skarpi heldur því fram að geimverur séu til, ýmsir hrista hausinn og segja hann rugludall.....

En já ég hafði gaman af þessu, en kannski eru elliglöp að herja á 77 ára manninn gætu sumir sagt, en maður minn, þessi gaur hefur LABBAÐ á tunglinu sko......... ! Eg kaupi þetta:)  Því það er ljóst að við mannræflar vitum ekki nema brot af því sem er í gangi, og alheimurinn er svo langt fyrir utan okkar veröld, og ég er klár á þvi að við erum bara lítið sandkorn i óhemju dæmi.    Svo ég litla sandkornið ætla núna í tiltekt á geymslukompu,  finnst ég hef ekki tækifæri að fá mér göngutúr á Tunglinu:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hó.

Já sumir eru nú ekki sammála að það hafi verið labbað á tunglinu....allt sviðsett og tekið upp í stúdeó ;) Hver veit hvort eitthvað leynist í myrkrinu...spyrjið bara börnin ;)

Vonandi er geymslan hrein og fín núna og tilbúin fyrir dót í geymslu í vetur.

Kveðja,

Lilja Ö.

Lilja Ö. (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband