2.8.2008 | 20:17
verslunarmannahelgi
Aftur og enn runnin upp....kona á mínum aldri hefur nú aldeilis lifað nokkrar svoleiðis helgar, með misjöfnum niðurstöðum. Nú var ég búin að blogga talsvert um eina helgina en strokaði það allt út, fékk bakþanka um að maður lætur ekki allt flakka hér á blogginu, en ljóst er að sumar helgarnar hafa skilið mismikið eftir í minninu, ég er ein af þeim ógæfusömu sem hafa því miður farið ansi flatt á áfengisdrykkju og um verslunarmanna helgar hefur beislinu verið sleppt algjörlega oft á tíðum. Þvi finnst mér notalegt að vera heima núna, það er hlýtt og gott inni við og bara kósý stemming með kertaljósum. Og sakna einskis:) Samt í dag þegar ég var í bílnum og stanslaus útihátiðarlög og stemming hljómaði í útvarpinu, fannst mér eitt augnablik að ég væri skilin útundan, allir að hafa það gaman nema ég, en þá fattaði ég að ég gæti skipt um stöð !!! Skipti og hlustaði á klassík og fattaði þá að ég þyrfti ekkert að taka þátt í stemmingunni og láta mér finnast eins og ég væri útundan, heldur nákvæmlega koma mér í annan gír, og njóta augnabliksins sem ég á með sjálfri mér, án þess að finnast ég vera að missa af einhverju. Og það virkaði bara stórvel:)
Fór á mamma mia í dag og skemmti mér konunglega með Brynju minni, Róbert harðneitaði að fara á söngvamynd og sat i næsta sal að horfa á batman. Eftir að heim var komið rauk brynja í tölvuna og búið er að spila lögin út i eitt......svei mér ég fékk ryksugulöngun og þrif löngun við að heyra i lögunum, rosa fint að blanda ajax lykt saman við Abba lög:)
Athugasemdir
Ég mætti með gamla fellihýsið mitt, golfsettið og tennisspaða og boshia settið fyrir börnin í útilegu þessa veslunnarmannahelgi. En ég var bara púkó allir ferðafélagarnir voru komnir með fjórhjól og jafnvel sexhjól. Ég spurði sjálfan mig hvort þetta væri lífið eða hvort þetta væri rugl og þá í hæsta flokki. Ég fékk svarið mjög fljótlega, vinirnir fóru á fimmtudeginum með fellihýsið á staðin og komi sýðan á föstudeginum með fjórhjólið. Ekki tók betra við þegar helginni lauk, vakna eldsnemma á mánudeginum til að koma kerrunum með fjórhjólunum heim og síðan aftur á staðin til að sækja fellihýsið. Ég aftur á móti vaknaði kl 8 eins og venjulega fór í golf áður en stelpurnar vöknuðu og eldaði síðan egg og bacon og hlustaði á lögin úr mamma mía, naut sólarinnar og slakaði á. Fór síðan í bæinn útkvíldur og hress,,,,,, lífið er egg og bacon ekki fjórhjól.
Sponninn (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 23:17
Við hjónin höfðum það þvílíkt huggulegt í bústaðnum við Vestur Hópið þótt veðrið hafi oft verið betra en það var frekar skýjað svona yfirleitt þá komum við útkvíld heim eftir veiði, lestur, spilakvöld og göngutúra þannig að lífið er mun meira en útihátíð og læti þar sem maður kemur þreyttur heim og ekkert situr eftir.
Vordís (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 10:56
Við vorum bara heima við alla helgina, fyrir utan að við fórum í Þorlákshöfn á sunnudeginum. Það var brúðuleikhús og við sáum Einar Áskel. Hittum Aron þarna og áttum skemmtilegan dag. Ég skil ekkert í fólki sem nennir á þessar útihátíðir. Miklu huggulegra að hafa það notalegt heima.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.