10.8.2008 | 17:20
Heyrðu mig nú...
Var að versla áðan í Kaskó, og ég er bara enn með hjartslátt....þurfti að borga meira en ég átti von á, þrátt fyrir að hafa reynt að reikna i huganum um leið og ég týndi í körfuna. Sko, hvað á það eiginlega að þýða að rukka mann um 354 krónur fyrir litla tannkremstúpu ??
Ég geri mér grein fyrir að þannig innkaup á að gera í Bónus, en þar sem neyðin var algjör...( búið að klippa síðustu túpu í tvennt og skafa innan úr henni algjörlega ) neyð sem skapaðist af því að það gleymdist í öllum innkaupaferðum að kaupa tannkrem, en neyð sem kenndi naktri konu að spinna....búin að uppgötva að fyrir þrjá heimilismeðlimi, dugar túpan í 3 daga í viðbót við að klippa túpuna í tvennt, muna að gera þetta framvegis:) En allaveganna, ég er bara í nettu áfalli. Hvaða sparnaðarráð ætti maður að nota til að lágmarka kaup á tannkremstúpum (fyrir utan að klippa ), sleppa henni og nota matarsóda.... ? hmmm ekki sleppa burstun auðvitað, það er ekki í myndinni, fylgjast betur með þegar maður setur kremið á burstann, því stundum lætur maður alltof mikið.
Skilst að litlu sparnaðar ráðin geti skilað manni miklu, ég td. er að kenna Brynju að telja á wc rúllunni bréfin sem hún notar, því stundum hefur maður orðið vitni að því að það er rúllað og rúllað og rúllað..........he he þar fer peningur í súginn.
En jæja, burtséð frá þessu, þá er lífið yndislegt, ég kvaddi vinnufélaga klökk á föstudaginn, eða réttara sagt þau kvöddu mig með miklum yndisleik og hlýjum kveðjum, mikið hef ég verið dásamlega heppin i gegnum tíðina að eiga eintóma frábæra vinnufélaga:) Og nú er verið að pakka á fullu, því eftir viku tekur við nýr kafli í mínu lífi. Mikið hlakka ég til, auðvitað er samt alltaf pínu geigur í manni þegar stór skref eru tekin og ekki alveg hundrað prósent vitað hvað bíður manns, en ég tek því fagnandi:)
Athugasemdir
Úff...minnstu ekki ógrátandi á verslunarferðir...þær eru að verða martröð...allt að hækka og hækka og hækka...
En mér líst rosa vel á nýjustu plönin þín...held þú sjáir aldrei eftir að stíga þetta skref...erfitt...en þú átt aðdáun mína alla....
Bergljót Hreinsdóttir, 10.8.2008 kl. 23:27
Hæ hó.
Já maður finnur fyrir því að pokarnir verða dýrari í búðunum!! Mér blöskraði samt þegar ég keypti mér 1/2 líter af sítrónutopp í 10/11 í gær, hann kostaði 198 kr. en í Bónus er núna tilboð á 2 lítrum af toppi á 89 krónur!!!! Bara ótrúlegt.
Gangi þér vel að pakka :)
Kv. Lilja Ö.
Lilja Ö. (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:25
Hæ hó.
Til hamingju með að vera flutt mágkona :) Hafið það gott í sveitinni og skólanum :)
Kveðja,
Lilja Ö.
Lilja Ö. (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 22:40
Hæ hæ til lukku með flutninginn hvernig er þetta á ekkert að kommenta á hvernig það er að vera í sveitinni:):):)
Vordís (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.