Síðasti frídagur

Á morgun byrjar skólinn, ég æfði mig i morgun með krökkunum og skreið ekki upp í rúm eftir að þau voru farin heldur skellti mér i sturtu og málaði mig, blés hárið og gerði allar morgunkúnstirnar til að venja mig við aftur:)

Þetta leggst svo vel í mig, ég er svo lukkuleg að vera að gera það núna sem mig hefur dreymt um í mörg ár,  las svo pistil í morgun hjá Beggu bloggvinkonu, beggita.blog.is  sem var æðislegt að lesa, ég held að þessir elsku guttar i handboltanum séu búnir að sá þvílíku fræi í hjarta margra, ég horfði á heimkomu þeirra og var með gæsahúð allan timann,  það er magnað að upplifa þessa stemmingu og finna hana síast inn í mann sjálfan.    Alveg nauðsynlegt og kvíðahnútur í maga vegna framtíðar hefur horfið hjá mér og í bara vissu og tilhlökkun.  Maður gerir sitt besta og ef maður er ekki með neitt bíbb  á vörunum þá er augnablikið miklu skemmtilegra.     

Það var dásamlegt að horfa á eftir krökkunum í morgun af stað í rútu,  svo glöð og eftirvæntingarfull fyrir deginum,  og þau smituðu mig alveg:)

Fréttir bárust i gær að  talsverðar breytingar eru fyrirhugaðar á mínum vinnustað sem ég er nýhætt hjá, sameinuð ein þrjú sölufyrirtæki. Auðvitað þurftu þeir að gera eitthvað róttækt finnst ég er hætt þarna, heheh    en vonandi gengur það vel og allir starfsmenn verði sáttir við þær breytingar sem óhjákvæmlega verða.   Enn og aftur sannast að ég er á nákvæmlega réttu augnabliki að gera breytingar á mínu lífi:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

gott hjá  þér. breytingar eru oftast til góðs. svo verðurðu líka ógeðslega gáfuð...

finnst að þú ættir að fara í skólarútu líka. algjörlega.

arnar valgeirsson, 28.8.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband