30.8.2008 | 09:37
dagur 2
Jæja, fyrsti dagur búinn og dagur 2 að byrja......ég ætla nú ekki að halda dagbókarfærslur hér, en verð að láta vita að fyrsti dagur var ÆÐI :) Reyndar er að renna almennilega upp fyrir manni að þetta verður ekkert grín, örugglega hörku púl og mér skilst að ég megi undirbúa mig undir að það komi dagar þar sem maður heldur að þetta séu bara boot camp búðir þar sem blóð, sviti og tár munu renna...........en jafnframt er fullyrt að fullnægjan og gleðin verði líka i samræmi við það.
Fyndið, ég heyrði á fyrsta degi eina 3 kennara nota orðatiltækið að ef maður væri ekki með neitt "bíbb" á vörunum þá gengi þetta. Frasinn hans Óla Stef ætlar að verða ódauðlegur, ég hef staðið mig sjálfa af því, þegar einhver pirringur kemur upp að segja við sjálfa mig þessi orð; Ekkert bíbb hérna, og þá getað hrokkið til baka:) Algjörlega frábært hjálpartæki bara.
Er að renna i dag 2 - kennsla i 3 tíma og svo skolasetning og grill. Og ekki má gleyma að tilkynna það að ég labbaði á Grábrók í gær með hópi manna, og Róberti og vini hans. Alveg frábært.
Og krökkunum var báðum boðin gisting i nótt hjá vinum sínum, svo það var rólegt hjá mer í gærkveldi. Þau eiga örugglega eftir að verða mjög sjalstæð hérna, manni verður bara smá um og ó hversu fljótt þau detta inn í samfélagið, maður vill svo mikið vera að stjórnast með þau. En vonandi er þetta ekki bara nyjabrumið og þau finni sig betur og betur.
Athugasemdir
Frábært hjá þér að sölsa svona um og gera langþráðan draum að veruleika...
Auvitað verða ekki alltaf jólin...en ef maður sleppir"bíbbinu" eru allir vegir færir...ekki spurning!!!
Thí hí..ég hef farið nokkrum sinnum upp á Grábrók...fannst samt alltaf nafnið á fjallinu frekar vandræðalegt....
Gangi þér vel og góða skemmtun!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 30.8.2008 kl. 16:05
Hæ hó.
Takk fyrir kaffið og spjallið í gær :) Þetta á bara eftir að vera gaman hjá þér í skólanum og krakkarnir fíla sveitina örugglega vel.
Sjáumst á næsta rúnti,
Kv. Lilja Ö.
Lilja Ö. (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 14:27
Elsku Pálína mín! Til hamingju með að vera komin þetta langt og byrjuð, ég meina VÁ!! Þú ert svo mikið hörkutól og dugnaðarforkur að ég dáist innilega að þér. Krakkarnir pluma sig örugglega,vittu til
Ég elska þig frænka mín
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 12:05
Takk fyrir góðar kveðjur:):):) kv. palina
Pálina (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.