Enginn veit hvað ...

átt hefur fyrr en misst hefur. Þetta máltæki hefur verið mér hugleikið síðastliðnar vikur.  Ef hægt er að telja heimilistæki til vinar, þá hefur besta vinkonan mín sl. ár verið uppþvottavélin.  Hún tekur við öllu sem ég skila til hennar, möglar auðvitað aldrei og vinnur verk sín í hljóði og vinnur þau vel.  

En þegar ég flutti hingað uppeftir kom í ljós að arkitektar íbúðarinnar sem ég er í , svo fáranlega sem það hljómar höfðu ekki gert ráð fyrir að þessi vinkona mín fengi pláss þar inni.  Því sendi ég hana aftur í bæinn og ég lýg því ekki að tárin runnu, þegar ég horfði á eftir henni í litla sendibílnum.

Í þrjár vikur hef ég semsagt lifað án hennar.   Í fyrstu hugsaði ég að þetta væri bara gott, það væri róandi og íhugandi að vaska upp í rólegheitum á gamla mátann, og þroskandi að láta krakka þurrka og sá þetta fyrir mér í ljómandi huggulegri mynd .  OG það var fyrst þannig, enda ég í fríi fyrstu vikurnar, dundaði mér við þetta.  En þegar skólinn byrjaði og smám saman tíminn að fyllast af öðrum þörfum en uppvaski, var þetta að verða pirrandi, vaskur fylltist áður en maður sneri sér við og krökkum fannst ekkert spennandi að halda á viskustykki, vildu frekar rjúka út að hjóla.  Söknuður minn eftir minni goðu vinkonu ágerðist, og ég var leið í hvert skipti sem átti að elda mat, tilhneigingin til að gera einfalt, þar sem ekki þurfti að brúka mikið leirtau óx, og eldhúsrúllu kaup stórjukust, ( nota eldhúsrullubréf undir ristaða brauði = sparar uppvask ).

Svo þegar ég var á gangi um daginn og rak augun á tómar gluggarúður á hæðinni beint fyrir neðan mig, ég klessti nefinu á rúðuna og viti menn....ég sá inn um gluggann,  stórt bil frá vaskaskáp yfir að ísskáp, hjartað í mér fór að slá, sá að þarna hafði arkitektinn sleppt bláu pillunni sinni og teiknað gat fyrir uppþvottavél.... Ég hljóp eins og fætur toguðu upp á skrifstofu og spurði hvort ég mætti skipta um íbúð, og hún var laus, svo lykil fékk ég !

Svo nú er ég á fullu að koma hinu dótinu mínu niður, búin að hringja í leigjendur mína og segi að þeir þurfi ekki að passa vinkonu mína lengur og er að gera ráðstafanir svo hún verði flutt hingað vestur til mín, ( reyndar gengur það illa, svo ég vippa mér við fyrsta tækifæri í borgina og sæki þessa elsku ) .  

Hef ekki enn komist að því  hvaða snillingur skapaði þetta tæki, en sá hinn sami á alla mína virðingu og ást:)  

Jæja, en tíminn líður og mörg verkefnin sem bíða.  Bless í bili, er farin að VASKA UPP...............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Gott að þú gast fengið að skipta...þessi maskína er náttla bara algjört forréttindafyrirbæri og sparar manni svooo endalaust mikinn tíma....röfl og vesen...mér finnst að allir eigi að eiga eina svona...gæti ekki lifað án hennar...

Bergljót Hreinsdóttir, 13.9.2008 kl. 11:30

2 identicon

Allt á netinu  

The first reports of a mechanical dishwashing device are of an 1850 patent by Joel Houghton of a hand-powered device.

Modern dishwashers are descended from the 1886 invention of Josephine Cochrane, also hand-powered, which she unveiled at the 1893 Chicago World's Fair. Cochrane was quite wealthy and was the granddaughter of John Fitch, the inventor of the steamboat. She never washed dishes herself and only invented the dishwasher as her servants were chipping her fine china.

Models installed with permanent plumbing arrived in the 1920s. In 1937, William Howard Livens invented a small dishwasher suitable for home. It had all the features of a modern dishwasher, including a front door for loading, a wire rack to hold crockery and a rotating sprayer.[2] Electric drying elements were added in 1940.

Adoption was greatest at first in commercial environments, but by the 1970s dishwashers had become commonplace in domestic residences in the US.

Til hamingju með nýju íbúðina.

sponninn (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 10:55

3 identicon

Hæ hó.

Jæja gott að vita að vinkonan fær pláss....ertu þá flutt niður núna? Gangi þér vel í skólanum.

Kveðja,

Lilja Ö.

Lilja Ö. (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:51

4 identicon

Vá maður, til hamingju!  Ég hlakka bara til með þér að endurheimta þessa dásamlegu vinnukonu/vinkonu...Ekki gæti ég verið án minnar og hef ég þó tímann maður!  Knús í sveitina til ykkar

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 01:25

5 identicon

hehe...sponni, takk fyrir þessar nauðsynlegu upplýsingar, mér finnst þessir uppfinninga menn vera hreint snillingar. 

ehemm....hvenær kemur vél sem gerir allt sjálfvirkt, þvær þvottinn, þurrkar OG brýtur hann saman.....ég get nú alveg druslast til að setja þvottinn i skápana sko:)

Pálina (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband