15.9.2008 | 19:52
Komin
í nýju ( lesist nýrri) íbúðina. Þökk sé mínum frábæru vinkonum Láru og Höllu sem mættu hér galvaskar á laugardag og settu sig í Gyðu Sól gírinn:) Ég var nú búin að undirbúa nokkuð með þvi að bera alla lausu hluti og föt og svoleiðis niður. Þar með þykist ég vera búin með vikuskammt af líkamsrækt því ég hljóp upp og niður stigann að mér fannst þúsund sinnum....en hætti samt fljótlega að telja ferðirnar. En semsagt, þær redduðu mér dásamlega og hafi þær þúsund þakkir fyrir. Og semsagt bara búið að koma öllu fyrir og orðið kósý hér hjá okkur á neðri hæðinni. Svo í stað afslöppunar pabbahelgar hjá mér, fór helgin í þetta plús lærdóm. Ég tók eitt verkefni alvarlega, vann talsvert af því og var bara nokkuð ánægð með það, en átti eftir að vinna það með hóp. Tók liðsheildin sig til og bara nýtti sér brot af því sem ég hafði fram að færa.............ehemm litla stjórnsama ég þarf víst að fara að læra það að ég hef ekki alltaf stjórnina, ég var svo ægilega ánægð með mig og mitt verk, en þurfti að átta mig á því að maður vinnur ekki allt einn, ef maður á að vinna sem liðsheild. Gott á mig, gæti trúað að Maggi minn myndi nú glotta út í annað, ætli hann viti ekki manna best að ég þykist alltaf hafa rétt fyrir mér og mínar skoðanir og pælingar alveg hreint sannleikurin mikli:) Þetta er eitthvað sem ég hef gott af því að læra sko. En verð að játa að þegar ég labbaði út eftir verkefnavinnuna þá fannst mér mín vinna hafa verið nokkuð flott, og þeir hafi bara eyðilagt meistaraverk sem hefði fengið 10......... En það er eitthvað sem ég kemst aldrei að svosem.
Alltaf jafn gaman hjá mér, en finn að þreyta er að setjast i mig, enda eiginlega buin að vera á fullu að innbyrða og gera helling. En ætla nú ekker að væla, farin af stað aftur, nú er það stærðfræði sem mun eiga hug minn allan i kvöld:)
Athugasemdir
dugleg stelpa. jamm, þýðir ekkert væl. leggjast yfir bækurnar og búa til fleiri meistaraverk.
en dugleg stelpa passar kannski ekki alveg. flytur því þú nennir ekki að vaska upp. margar af bestu pælingum sögunnar komu við uppvask. fleiri en á klósettinu. klikkaðir á þessu sko.
arnar valgeirsson, 16.9.2008 kl. 18:16
hehe...Arnar, já getur verið, en þegar duglega stelpan þarf líka að þvo þvott, brjóta saman þvott, elda og versla mat handa tveimur svöngum grislingum, ( sem eru svo svangir að búið er að fá sér snarl áður en maður kemur heim, en gleyma að ganga frá eftir sig) koma brjáluðum grislingum í háttinn og róa þá smá stund með bænum og spjalli, þrífa baðherbergi eftir óða grislinga sem sturta allt baðherbergið þegar þeir fara i sturtu, LÆRA og pínku pons að fylgjast með fréttum, þá þarf eitthvað að gefa sig, og þar varð uppvaskið fyrir valinu:) EN haha, ekki þarf að sinna kalli í rúmi, guð hjálpi mér ef það bættist nú við....svo bestu pælingar koma oft fyrir þegar rétt er verið að festa svefn, ( líklega af þvi enginn kall truflar:) En takk fyrir innlitið kallinn minn:)
Pálína (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:20
Hæ hó.
Ég skil þig svo vel, allt tekur tíma og orku sem maður á bara ekki alltaf inni. Það er þó fljótt að brá af þér þegar það er gaman í nýja lífinu sem nemi :) Endilega vertu ekki að eyða orkunni í að leysa verkefni sem hópurinn á að gera saman, það er nóg annað að gera! Ef það bættist kall við hjá þér þá myndir þú nú örugglega finna nokkrar mínútur hér og þar....hann gæti þá allavegana eldað handa ykkur ;)
Jæja best að hætta þessu bulli og halda áfram að horfa á boltann :)
Kveðja,
Lilja Ö.
Lilja Ö. (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:50
hehe Lilja, kannski er þetta merki um minn hug til kalla....hvarflaði einhverveginn ekki að mér að hann gæti eldað handa mér...... svefnherbergið var ofar í huga, hmmm kannski vísbending um hvar þörf mín er helst þessa stundina múúúhaa...:) christ....
Pálína (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.