18.9.2008 | 19:55
Allir i góðum fíling
hér í Sjónarhóli. Lina býr semsagt í Sjónarhóli og ekki laust við að Lína þessi sé búin að vera lík eldri Línu með rauðu flétturnar, allaveganna hefur hún ( þessi yngri ) verið dugleg að hlaupa úr einu í annað og hafa gaman að því sem hún er að gera:)
En sparnaðarráð í kreppu.....kaupið lambahjörtu í matinn og þið fáið gómsætan og hollan kvöldmat fyrir heila kr: ca. 380 kr. fyrir þrjá... Ég semsagt eldaði einn pakka af lambahjörtum ( kostaði kr: 164.- ) í Bónus, sauð kartöflur ( sem voru á síðasta séns ) í stöppu, heimagerða rabbabarasultu með...... og krakkarnir - takið eftir - krakkarnir sögðu ummh ummh hvað þetta er gott !! Meira að segja voru tveir guttar hér í heimsókn sem sögðu ojoj...... eru hjörtu í matinn hjá þér ? Róbert höfðaði til karlmennsku þeirra og manaði þá til að smakka og þeir gátu ekki annað en testað þetta ojbjakk. En það var óborganlega fyndið að sjá undrunarsvipinn á þeim og þeir sögðu namm namm þetta er gott! Heyrði i þeim þegar ég sá í iljarnar á þeim heim að þeir ætluðu að biðja mömmu sína að elda einhvertímann hjörtu hjá þeim. Mín mun taka fleiri pakka næst og setja í frysti, fékk svo hjá minni gömlu fóstru upplýsingar um fleiri aðferðir við að elda þetta og það verða gerðar tilraunir með matreiðslu á hjörtum. Spara spara..... það er það sem maður gerir í kreppu, ekki rétt?
Athugasemdir
Ja hérna þætti gaman að sjá svipin á mínum dætrum ( þ.e. elstu og yngstu ) ef ég eldaði handa þeim hörtu. Hjá þeim er ekkert matur nema pizza og hamborgari. Miðju skvísan er sem betur fer lík mér hvað þetta varðar, borðar allt. Hvenær byrjuðu börn að vera svona miklir gikkir, man eftir því í æsku að ef ég vildi ekki það sem var í matinn fékk ég ekki neitt. Man eftir því að hafa heitið því að þegar ég færi að heiman væri aldrei fiskur í matinn hjá mér..... sorry en hef svikið það mörgum sinnum. Já ég er að hugsa um að elda hjörtu handa skvísunum mínum og sjá hvaða viðbrögð ég fæ........ það er líka kreppa hjá mér.. bið að heilsa í Borgarfjörðinn....
Sponninn (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 20:16
He he....já margt sem maður hefur svikið sem maður ÆTLAÐI aldrei að gera þegar maður yrði stór, :) en ég fór yfir strikið þegar ég eldaði lifur i gær, ofboðslega gott að mínu mati en krakkarnir voru ekki alveg að kaupa þá matreiðslu..EN þau borðuðu það samt því annars væri enginn ís í eftirrétt.....
Næst verður kjúklingur og franskar, svona til að hafa jafnvægi í þessu:)
Pálína (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.