6.10.2008 | 12:07
æði að vera
til á fésbúkk þegar maður á afmæli:)) Þá gleymir manni enginn, er búin að fá glás af afmæliskveðjum þar...það er sko ekkert leyndarmál að ég og Helgi bró eigum afmæli í dag:) Og það er heldur ekkert leyndarmál að við yngjumst bæði með hverjum deginum, enda ég umkringd yngra skólafólki og finnst ég standa bara jafnfætis þeim. Reyndar kom ein athugasemd fram í hópavinnu um daginn, þar sem við tvær miðaldra vorum að vinna með einum 25.......þar laumaðist útúr honum athugasemd sem hljóðaði svona: Djö....eruð þið steiktar mar...., en það merkti samt í því samhengi, djö...eruð þið æðislegar:) eða við tókum því þannig, kunnum ekki að túlka þetta öðruvísi. En mun eiga góðan dag í dag :)
Athugasemdir
jamm, til hamingju með þrjátíuogtveggja ára daginn. samt óþarfi að setja landsbankann á hausinn, en þú um það.
eigðu góðan dag í dag já og fáðu þér í stóru tánna.
arnar valgeirsson, 6.10.2008 kl. 19:22
Til hamingju með afmælið!!!
Var nú samt heima hjá ömmu í gær og hvorki hún né pabbi mundu eftir því að tilkynna mér það! Var með stelpurnar með mér og ákvað að hringja í Ásu þar sem að maður hittir svo sjaldan á alla..sérstaklega þar sem ég heimsæki gömlu yfirleitt þegar stelpurnar eru hjá pabba sínum. Allavega...komst þá að því að Franzi er orðinn pabbi...ekki var hann karl faðir minn að hafa fyrir því að tilkynna um fjölgunina í familíunni.
....en hann breytist víst ekki mikið héðan af?!
Birgitta Ásbjörnsdóttir, 7.10.2008 kl. 02:01
Arnar...hélt að skuldirnar mínar hyrfu finnst LÍ er að hverfa, EN það virkar víst ekki solleiðis, þessvegna er eg í skóla til að læra að fatta HVAÐ gerðist ? Takk fyrir kveðjuna:)
Birgitta: takk líka fyrir kveðjuna, karl faðir þinn mun ALDREI breytast, hann er eins og hann er - stundum gnístir maður tönnum vegna hans....en stundum þakkar maður fyrir að hann breytist aldrei:) Æðruleysi Birgitta mín, er besta vopnið á karlinn auðvitað:) knúsaður skvísurnar frá mér, ferlegt hvað langt siðan maður sá þær....
Pálína (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.