Ljós í myrkrinu

Í þessu hafaríi núna, ( sem ég er samt pollróleg yfir að mestu reyndar ), þá var nú kærkomið að detta í endursýningu á Stundinni okkar í dag.  Sá reyndar bara síðustu mínúturnar,  en þær voru snilldarmínútur og ég og börnin mín biluðumst bara alveg úr hlátri.   Björgvin Frans er byrjaður að stýra þættinum og hafði fengið Þórð húsvörð ( laddi ofcourse)  til sín.  Þórður gamli, var að lesa ævintýrið um Mjallhvíti og skotið var inn smá leiknum atriðum sem þeir tveir léku.    Kannski var það nostragían að sjá Þórð gamla húsvörð, en þetta var svo skemmtilegt.  Klárt að ég mun örugglega gjóa á Stundina okkar næstu sunnudaga, mikið fegin að losna við hin tvö sem voru alltaf að reyna að rembast að tala ekki barnalega, en samt tala barnalega........fékk oft litla aulahrollinn yfir mig. 

Við krakkarnir ætlum ekki að klikka næsta sunnudag.  Og gleðifréttir bárust okkur í dag, við fáum undanþágu að hafa kisukvikindið hjá okkur, jæja, ég er nú ekkert of spennt að fara að þrífa undan henni, en jæja, við tókum hana á sinum tíma og berum þarafleiðandi ábyrgð á henni, krakkarnir alsæl að fá kisuna sina:)  Jæja, hætta að slóra í bloggi og fara i síðasta tékkið...er að fara í próf á morgun:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þið krakkarnir klikkið ekki. en ég samgleðst þér í því að finna hamingjuna í stundinni okkar. það er sennilega hollara en að horfa á fréttir.

maður þarf ekki að ganga i barndóm þó maður eigi afmæli, en allir finna sín eigin ráð til að detta ekki í kreppupyttinn. stundin okkar er sennilega fín.

arnar valgeirsson, 9.10.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Já, barnaefnið klikkar ekki...maður getur alveg gleymt sér yfir því...en skyldi Bryndís poppa upp sem gestur hjá gamla húsverðinum???

Bergljót Hreinsdóttir, 10.10.2008 kl. 22:51

3 identicon

Já hver man ekki eftir Ranveigu og krumma   eða Bryndísi og Þórði svo ekki sé minnst á Sirrý og Palla. Eftir það allt saman kom síðan voða sæt stelpa ( sem ég man ekki hvað heitir) sem allir pabbar horfðu á.

Sponninn (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 01:23

4 identicon

er að kvitta

asahronn (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 13:11

5 identicon

Ha...Jonni, var ekki bara ein sæt stelpa i Stundinni, þe. Bryndís?  og vá, manstu eftir Rannveigu og Krumma.....mikið djö....ertu orðinn svona gamall ?

Reyndar man ég eftir einu atriði í Stundinni okkar, í gamla daga, en þá voru jólasveinar að fíflast eitthvað og ég og vinur minn einn hlógum eins og geðsjúklingar........ en játa hér og nú að við vorum að reykja eitthvað skringilegt....ehemm og það var í annað skiptið af tveimur sem ég prófaði að reykja eitthvað skringilegt........

Pálína (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband