Pála Pollýanna

Ég hef sko verið Pála Pollýanna í dag:)  Átti frábæran dag bara með sjálfri mér, vaknaði í morgun hjá mínum elskulega bróður og mágkonu, þar sem ég naut mikillar gestrisni og ósvikinnar athygli frá öllum þremur ferfætlingunum sem þar búa.   Dútlaði mér aðeins í bænum, en ákvað að drífa mig aftur í sveitina, þegar ég fann i einni búðinni að það væri alveg við það að renna á mig kaupæði, ég slapp fyrir horn og henti frá mér 12000 króna gallabuxunum sem mig langaði svo í.   Tók kattarkvikindið með mér vestur, og hún er sko ekkert kvikindi lengur, hún hefur ekki ráðið sér fyrir gleði, og er bara virkilega glöð sýnist mér að vera komin til múttu sinnar, nuddar sér við lappirnar á mér, malar stöðugt og fylgir mér hvert fótmál:) 

Allt var á hvolfi hjá mér, en stærsti kosturinn við að búa i litlu rými, er að maður er svo rosalega fljótur að laga til:)  Og svei mér þá, þegar ég er búin að taka vel til, og kveikja á kertum þá líður mér bara stórkostlega vel:) 

Skrapp út í náttúruna og náði mér í haustgreinar, settist við sjónvarpið og sá Sveppa fara á kostum að syngja lög Nýdanskrar...alveg frábær sveppur.

En núna er laugardagskvöld....og ég þarf að skella mér í lærdóm, kannski ég endi kvöldið á stærðfræði og kannski fæ ég þá "stærðfræðifullnægingu"  en það er mómentið þegar maður fattar dæmið, eftir að búið er að glíma við það í einhvern tíma.......og það er ekkert leiðinlegt að fá "stærðfræðifullnæginug"" heheh.....vonandi verður það rað...:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvernig er að fa stærðfræðar fullnægingu nei eyðslubull matt þu ekki lenda i á þessu síðri8 og verstu tímum þú ert svo mikið náttúrubarn og það a vel við þig að náttúran er þér við hlið gangi þer sem best

asahronn (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 23:14

2 identicon

Vá, þú lætur það hljóma skemmtilega að læra stærðfræði!!!!  Ég hef aldrei í lífinu fundið til svona jákvæðrar spennu gagnvart stærðfræði  HA HA HA HA HA, þú ert frábær   Óska þér raðfullnægingar á hverjum degi!!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: arnar valgeirsson

þegar þú getur farið að nota stærðfræðina til að reikna út fullnægingar þá ertu útskrifuð...

en annars er örugglega ágætt að fá stærðfræðifullnægingar helgi eftir helgi í sveitinni. örugglega...

arnar valgeirsson, 16.10.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband