19.10.2008 | 14:19
Fjarri en þó nærri
Það var skrýtið að vakna í morgun og sjá sms frá 112..tilkynning frá slökkviliðinu, búið er að slökkva eld í Vesturbergi 100, haldið ykkur í íbúðum ykkar !! Mér auðvitað dauðbrá, þar sem ég er með leigjendur í 98 og rauk í símann, sem betur fer fór betur en hefði getað orðið, en auðvitað eru allir í sjokki, og að vita til þess að allar líkur eru á að um íkveikju sé að ræða gerir mann sótreiðan. Stefna heilu fjölskyldunum í þennan voða um hánótt,það er brjálæði og glæpsamlegt.
Annars gengur allt sinn vanagang hérna hjá Línu í Sjónarhóli, í gær fór fram mikil kanilsnúða framleiðsla á bænum, um leið og sláturkeppur sauð í potti:) Kreppulegt kannski, en í þessu tilviki gat ég ekki séð kreppu áhyggjusvip á heimasætunni og vinkonu hennar, þeirra svipur ljómaði af ánægju þó þær litu dálítið fölar út, en það var nú vegna þess að hveitisáldur dreifðist um andlitið þegar strokið var hár frá andliti.....og skammir dundu á strákapjökkum sem snigluðust þarna um og stálu deigi frá vinnukonunum :) Afföll á deigi urðu talsverð, en vinnukonurnar áttu nú einhver hlut í því.
Svo fékk ég tækifæri í gærkveldi að keyra svona lúxus 10 milljóna jeppa til Borgarness og til baka, átti að kíkja á pöbb......en það var nú steindauður bærinn þar og ekki nokkur sála að drekkja sorgum sínum á almannafæri þar, jú reyndar 2 eða 3 en þeir virtust líta út fyrir að drekkja þeim ( sorgum og gleði ) á hverju kveldi. Svo þetta var bara fínasti bíltúr, og já.....mér fannst ekki leiðinlegt að keyra svona fínan bíl og get alveg skilið að fólkið sem missir þessa jeppa sína líði nú kannski ekkert vel yfir því, ég gæti alveg vanist því að eiga svona:) En jæja, ætli ég sé ekki lukkuleg að eiga minn skuldlausa græna miða bíl hér fyrir utan, þrátt fyrir að eg þurfi núna undanfarið að láta renna í gang, þar sem hann virðist vera farinn að hiksta aðeins þar sem hann er ekki hreyfður reglulega eins og áður, og rýkur ekki upp eins og venjulega. En...... ég sætti mig alveg við það, EN seinna þegar tækifæri gefst og þá aðeins að það gangi upp og sé eðlilegt fjárhagslega gæti ég alveg séð mig fyrir mér í svona finum bíl, má meira að segja vera talsvert ódýrari, en ég segi bara eins og Bubbi.........malið, lyktin og ljósin í mælaborðinu.....hahah það er dáldið cool:) hér er kalt og rok í dag........en krakkarnir úti í ullarsokkum og snjóbuxum, húfum og vettlingum og eg er farin að lesa mér til í ensku:)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.