Stjörnuspá

Ef þetta er ekki viðeigandi fyrir stjörnuspá mína í dag, þá veit ég ekki hvað....

Vog: Vogina langar að sjálfsögðu til að vera með félaga sér við hlið þegar hún ræðst til atlögu við heiminn, en umbunin fyrir sjálfstæði verður ríkuleg í dag.

Ég túlka þetta á tvennan hátt:   Þar sem maður þarf að vinna hér mikið i verkefnavinnu, og oft í paraverkefnum sem ég er einmitt að fara í í dag, þá á  þetta vel við, vinna með félaga, en samt sýna sjálfstæði.

Á hinn bóginn langar mig að sjálfsögðu að hafa félaga mér við hlið i daglega lífinu, lesist : langar alveg í kærasta sem er til í að til dæmis vaska upp með mér:)  en umbunin fyrir sjálfstæði er alveg að koma í ljós, búin að vera einstæð og sjálfstæð i hva....fjögur ár, hefur skilað mér í því að ég er langtum sáttari við sjálfa mig og er farin að fíla það vel að vera ein með sjálfri mér.:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er nú frekar slöpp pikköpplína með uppvaskið, en æ nó vot jú mín. en skólinn hljómar áhugaverður með allri þessari paravinnu. geturðu komið með díteils?

arnar valgeirsson, 20.10.2008 kl. 17:24

2 identicon

Já....kannsi slæm pikköpp lína, getur ekki skellt til mín einhverri betri, mér veitir ekki af góðum ráðum.

Paravinnan....í dag vann ég með stórsnjöllum 22 ára strák, og ég lærði að nota frasana sæll.......og eigum við að ræða það eitthvað ? ?  Í gær með næstum jafnöldru minni sem var ofurnákvæm en skildi fullkomlega þegar ég þurfti að rjúka í burtu í miðjum klíðum til að fara að elda oní börnin....og svona skiptist þetta, og maður lærir helling að vinna með svona ólíku fólki og þar sem samvinna á að vera lykilatriðið, ofcourse eins og í atvinnulífinu.   En sendu mér punkta í pikköpp...:)

Pálína (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband