10.11.2008 | 13:07
Veðmál, skólaútgjöld ofl.
Í síðasta verkefni mínu í upplýsingatækni sem ég hélt að færi nú ekki hátt á einkunnalista, aðallega vegna þess að mér fannst verkefnið leiðinlegt, ( gera power point ) með mörgum fídusum, var ég að vinna með 3 strákum ( sem var reyndar ekki leiðinlegt ). Það var ákveðið að ef við fengjum 9 fyrir verkefnið, þá kæmu þeir í slátur til mín. Niðurstaðan er komin og við fengum sko tíu fyrir verkefnið, ( eða sko þeir strákarnir ) !! Svo ljóst er að við veðmálið verð ég að standa og mun sjóða nokkra keppi á næstunni, reyndar er spurning að bæta við sperlum.....svona uppá uppbótareinkunninna. Gaman að þessu sko.
Var úti í búð, mér reiknast til að ég er búin að nota 2 og hálfa A4 reikningsbók, ( geri svo margar skissur, ekki skyssur hehe) 6 blýanta ( er svo einbeitt að ég skrifa svo fast ), og 2 strokleður. En hef grætt 3 penna, því ég stel þeim óvart frá öðrum.. Kaffibollarnir eru því miður óteljandi, þarf að fara að telja þá niður. Og síðast en ekki síst, fyrstu 2 mánuðina horfði ég á vísir á vigtinni telja niður, en hún hefur staðið í stað undanfarið, það er að muna bara örlitlu að ég komist í töluna 70, sem er náttúrulega glæsileg tala og væri sko flott að enda í henni. Svo skólaútgjöldin teljast í ýmsum hlutum hjá mér:)
En ég var að ljúka verkefni í íslensku, blaðagrein.....og ég var orðin sjóðheit í restina, þar sem ég komst að þeirri niðurstöðu að D flokkur fær ekki mitt atkvæði í næstu kosningum, hef alveg misst alla trú á stefnu þeirra, en kannski ekki stefnunni sjálfri heldur framkvæmdinni á stefnunni. Var orðin það heit, að ég hendi greininni bara inn á opinberan vettvang....kannski. En svo endaði tíminn í morgun á heimspekilegum vangaveltum um hvernig og hvort hægt væri að skilgreina ástina....rosa skemmtilegt:)
Athugasemdir
Þú stendur þig ótrúlega vel, skemmtu þér með gaurunum og sjóddu slátur handa þeim. Sendu mér svo skilgreininguna á ástinni. Væri gaman að lesa hana.
Kolla (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 17:19
ég trúi því í fyrsta lagi ekki að þú hafir kosið dé. sjitturinn.
í öðru lagi til hamingju með tíuna en hún kostar þig samt talsverðan mör.
í þriðja lagi skilgreindi jónas ástina einhvernveginn þannig að maður gæti bara gert þetta sjálfur, ef eitthvað er að marka analyseringuna mína á þessu ljóði hans.
talað við sjálfan sig og gert þetta sjálfur.
einn og sér eða í smærri hópum eins og sagt var....
arnar valgeirsson, 10.11.2008 kl. 22:19
Kolla: sko...þetta var heimspeki tími, sem þýddi að það var engin niðurstaða. Við þessar fráskildu settum plástur á munninn og hlustuðum bara með öndina í hálsinum að hlusta á strákana lýsa sinni skilgreiningu, sem var stórfróðlegt. Ég var með crap.....orð á vörunum en hélt aftur af mér:) En gaman var í þessum tíma.
Arnar: Hva...þú vissir þetta með déið er þaggi? Og hahahaha....ég þurfti að fara aftur í ljóðið...til að átta mig á þinni analyseringu, og svei mér, þú ert naskur strákurinn er það ekki? eða kannski skaut bara kunnuglegri mynd upp í kollinum, einn og sér....hvað veit ég ?? :)
Pálína (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.