14.11.2008 | 15:22
Nú er mál...
Að spýta í lófana, hellist hrina yfir okkur núna á lokavikum fyrir próf. Ótrúlega ótrúlegt, en það eru bara tvær og hálf vika eftir af önninni fyrir prófin. Sjaldan eða aldrei hefur tíminn liðið svona hratt hjá manni, þetta er í raun ævintýralegt. Finnst eins og það hafi verið fyrir viku síðan ja, kannski tveim, sem bræður mínir og fleiri elskulegir fluttu mig og mína hingað uppeftir. Tíminn stendur sko ekki í stað hjá manni og ósjálfrátt fer maður að hugsa æ oftar um að njóta hvers augnabliks, því áður en maður veit af er þessu öllu lokið.......
Svo fær maður langt jólafrí, eitthvað sem maður man ekki eftir að hafa upplifað síðan sautján hundruð og súrkál, eða jú þegar börnin voru pínkupons á brjósti, þá man ég eftir að hafa haft nægan tima að baka og stússast. Kannski upplifi ég það núna...:) Örugglega lítið hægt að fá jólavinnu á þessum tíma.
Sem manni veitir samt ekki af, því þeir eru snarvitlausir hér uppfrá og hækka húsaleiguna stanslaust ! Miðað við plan sem ég gerði í júlí, þá átti ég að borga 93 þús í húsaleigu, en hún er komin í tæp 110 þúsund núna !!! Og fyrirsjáanleg enn meiri hækkun, því þeir mega hækka á 3mán fresti miðað við byggingavísitölu. Og svo sér maður í fréttum að húsaleiga í Rvk sé að lækka !! Þetta er rosalegt. Ég þarf víst eins og sumir aðrir að minnka við mig.....en munurinn á mér og þeim í Rvk sem þurfa að fara úr 400 fermetra húsinu sinu í 100 fermetra, þá gæti gert einhvern gæfumun hjá mér að fara úr 73 fermetrum og niður í 50 fermetra. ( þröngt hjá mömmunni, 2 börnum sem geta rifist dálítið og kettinum ). Og þar sem ekki er alltaf sátt........ mega þröngir sitja.
Það er svakaleg leigan hérna, og farið að hitna í mörgum nemendum, gæti hreint orðið mikið brottfall ef yfirvöld finna ekki aðrar leiðir en að hækka. Það munar helming á fermetraverði hér og hjá þeim á suðurnesjum í Keili, menn hljóta að fara að horfa á það, NEI menn eru að bera sig saman við stúdenta verð í borginni, sem er ekki sanngjarnt að margra mati.
En svo er það það........menn eiga ekki í mikil hús að venda....hætta í námi er ekki í myndinni hjá mér, frekar ét ég mosa og gras......
En mikið er ég glöð að eiga slátur og lifrarbuff í frystinum..........:)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.