Jæja.....

Er svo óendanlega heppin, að stærðfræðikennari hafði áfangapróf í dag....sko rétt rúmlega viku fyrir lokaprófið.  Eins og maður var fúll, þá held ég að það hafi svo á endanum verið býsna gott, mesti skjálftinn fór þá úr manni.  En hvernig gekk.... það verður bara koma í ljós, ég var ekki alveg með allt á hreinu, en held sumt samt...

Pabbi krakkana var svo yndislegur ( hmmm já karlskrattinn á það til:)  að leyfa þeim að vera hjá sér ALLA næstu viku, þau voru að fara núna, og ég nýt þess í botn að sitja hér í þögninni:)  Nú hef ég sko akkúrat enga afsökun, og dembi mér bara á kaf í prófundirbúning, fyrsta prófið er á miðvikudag og síðan hvern dag í fimm daga.  Og óskipulagða ég, ætla að vera ýkt skipulögð í smáatriðum.  Fyrsta skipulagning í dag er: Fara í heita sturtu ( eða volga, það er víst það besta sem býðst á bænum ), snæða eitthvað huggulegt og setjast svo  niður við tölvuna og ákveða hvernig ég ætla að skipuleggja mig !  Ekki gott bara ?

Takk annars þið sem hafið peppað mann, það er eiginlega pínu óhuggulegt,  hve vinir og vandamenn hafa sýnt manni mikinn velvilja sko, og virðast hafa trú á manni,  ég svitna nú stundum yfir því, þegar krampinn hellist yfir og maður hefur akkúrat litla trú og held að maður sé mesti looserinn ever.  En auðvitað........ef að kæra fólkið mitt hefur trú á manni, auðvitað á ég að hafa það líka, að sjálfsögðu, annað væri sko bara dónalegt gagnvart þessu góða fólki, ég meina, þau eru öll snillingar að mínu mati og að sjálfsögðu hafa þau rétt fyir sér , ekki ég:) 

Svo nú verður spýtt í lófana, en miðað við allt og allt, þá verð ég glöð að fara yfir miðju prófana,  ef mér tekst að vera á meðaleinkunn, þá verð ég glöð, því þetta lið sem er með mér í bekknum eru ALLT snillingar. Ég held ég slaki aðeins á kröfunni að vera í topp 3-5...... nú verður maður raunsær:)

En skyrpið......eða hafið mig með í bænum ykkar, því þetta er mér mikilvægt, ég gleymi ykkur ekki í mínum bænum:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Pálína þú átt eftir að massa þessi próf og mikið verður gaman að heyra í þér þegar þau verða frá:) Átt alla mína samúð og mikið er ég fegin að vera bara á leið í eitt próf en ekki fimm eins og undanfarnar annir.  En prófatörnin verður frá áður en þú veist af og þú komin í jólafrí:):)

Vordís (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband