Jólalegt veður

Hér í Borgarfirði er jólalegasta veður sem hugsast getur.  Góður snjór yfir öllu og snjóar enn.  Milt og gott veður samt.  Krakkarnir eru bara stanslaust úti í brekku að renna og koma reglulega inn rjóð og blaut til að fá sér að borða.   Ég kann nú eiginlega ekkert að vera svona í fríi á þessum tíma, og er bara að læra það.  Hef dundað mér við smábakstur og svona, lesa og prjóna.   Reglulega kemur einhver tilfinning upp, svona stress sko, ætti að vera gera þetta eða hitt, finnst ég ætti að taka stórhreingerningu, eða bara eitthvað sem ég veit ekki samt almennilega hvað ætti að vera.

En slæ á það,  enda flyt ég strax á nýju ári og því stórhreingerning náttúrlega td. út í hött.   En þessi tilfinning, svona órói eitthvað, of rólegt, er eins og maður sé að svíkjast um.   Eigi að vera á fullu,  þetta er bilun náttúrulega, en viss um að margir kannast við þetta.

Í dag verður farið í jólatrjáaleiðangur, hef aldrei upplifað það að labba um lund og höggva sitt eigið tré, það verður skemmtileg reynsla.     Mamma er stödd hjá okkur núna og það er ósköp notalegt. 

Nú verður farið í að reyna að gera hálfmána, hef ekki gert þá áður sjálf, en man eftir mér sem krakka að loka þeim með gaffli,   búin að gera eina tilraun áður en þurfti að henda deiginu, sökum mikils ófullkomleika.  OG einhverntímann hefði ég nú gefist upp, fyrst það tókst ekki í fyrsta kastinu, en mín er alltaf að þroskast og ákvað að gera bara strax aðra tilraun......  og ja...ef hún óheppnast, þá bara aftur og aftur þar til ég næ því:)))

Og að lokum:   Mér gekk bara býsna vel í prófum og fékk ágætiseinkunnir,  það var sko gleði í mínu hjarta eftir að þær voru kunngjörðar:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

til hamingju. kannski ertu bara klárari en þú hélst.

en auðvitað gerirðu jólahreingerningu. stór.

ekki svíkjast um.

arnar valgeirsson, 20.12.2008 kl. 17:14

2 identicon

Öfunda þig af jólatrjáa leiðangrinum, fóruð þið í Daníels lund?   Til hamingju með Frábæran árangur í prófunum....    Sjáumst á gamló..

Sponninn (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 20:45

3 identicon

Já , klárlega er ég klárari en ég held stundum:)   ég tók ákvörðun...engin stórhreingerning, svo ég er ekki að svíkjast, meðvitað ákveðið:)

já fór í Daníelslund, frábær upplifun og efni í bara blogg með  það:)

Takk strákar fyrir hamingjuóskir, þið eruð báðir alveg draumur í dós:))

Pálína (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband