23.12.2008 | 22:06
Jólakveðja
Nú eru síðustu klukkutímar að líða þar til jólin ganga í garð. Ég ætla nú ekki að gera annáll hérna, en varð hugsi, um þær breytingar sem hafa orðið á högum mínum á einu ári. Ég er óskaplega glöð yfir þeim, og þó það sé aðeins að narta mig núna að ég fór aðeins framúr fjárheimildum til að gera jólahaldið gott þá bæti ég það upp með glás af hafragraut í janúar:)
Maggi minn er kominn, hér ilmar hangikjötslykt í kotinu, allt hreint og skreytt, krakkarnir hin spökustu og jólakveðjur hljóma í útvarpi. Betra gerist þorláksmessukvöld ekki, og maður er sáttur í hjarta.
Ég óska öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á næsta ári.:)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.