Komin á nýjan stað

Jæja - þá er mín mætt á nýja staðinn sinn:)  Okkur líst öllum rosa vel á þetta og krakkarnir eru byrjuð i skólanum og komu eitt sólskinsbros heim eftir fyrsta daginn. 

 Ég vil byrja á að þakka þessum eftirtöldu fyrir ómetanlegan stuðning við flutninginn: Jónas stórvinur minn, óþreytandi að koma til aðstoðar,  Maggi minn bestasti sem segir eiginlega aldrei nei við mömmu sína, Bjarni bróðir og Lilja mágkonu duttu óvænt inn í plönin og lögðu fram ómetanlega aðstoð og bíl, Helgi tvíbbinn minn sem var bara stoltur að flytja systur sina og skoða gamlar slóðir og rifjaði upp í leiðinni góðar minningar hans, Lóa mín kæra vinkona sem fór yfir síðustu fíneringar í íbúðinni, Davíð ofvirki nágranninn minn og Fúsi "fósturafi" krakkana, kærar þakkir fyrir alla hjálpina sem var mér mikils virði.

og allir aðrir fyrir frábæra hvatningu og jákvæðni, alveg með ólíkindum hvað ég fæ mikinn stuðning við þessar breytingar:)

 Og nú sit ég bara og bíð spennt, skólinn byrjar hjá mér á föstudag.   Er búin að skoða hér ýmislegt og ætla að drífa mig í ræktina núna, þar sem ég er búin að sitja hér við tölvuna i allan dag......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Lúthersdóttir

jæja kella á ekkert að adda mér á msnið, Brynjal@simnet.is en gott að heyra að ykkur gangi vel kv. úr vesturberginu

Brynja Lúthersdóttir, 27.8.2008 kl. 15:24

2 identicon

Jú - geri það í hvelli.  Svo lætur þu mig vita hvernig næsta helgi verður, skellir þu þer ekki með i ferðina og skutlar tveimur elstu grisum hingað uppeftir?

kv. palina

palina (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband