Skemmtileg upplifun

Sem við Róbert upplifðum í gærkveldi.  Ég var að opna útidyrnar, tilgangurinn ósmart, semsagt að fá mér að reykja:(.  Bíllinn minn er alveg við húsið og kemur ekki fljúgandi snæugla og settist á þakið á bílnum.. Hún dvaldi þar alveg i smástund og nógu lengi að ég gat kallað á Róbert og við horfðumst hreinlega í augu við ugluna í ca hálfa mínútu.  Þetta var mjög skemmtileg upplifun, og við Róbert duttum í Harry Potter fíling og veltum fyrir okkur hvort væri möguleiki að Harry Potter ævintýri væri raunverulegt:)

Því miður missti Brynja af þessu........ og var mikið spæld, en hún var nebbnilega sofnuð.

Svo er skemmtilegur skiptimarkaður í gangi hér akkúrat núna, nágrannastúlka jafngömul Brynju kom við í morgun að fá lánað kökukefli því hún var að fara að baka kanilsnúða.   Brynju langaði þá líka að baka og er núna svo dugleg að baka súkkulaði smákökur.  Hin daman skilaði nú rétt í þessu kökukeflinu og með fylgdu  ilmandi og æðislegir kanilsnúðar handa okkur.   Og nú er Brynja að ljúka sínum bakstri og auðvitað hljóp hún yfir með ilmandi smákökur til vinkonu sinnar:)   Finnst ykkur ekki krúttlegt? :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vaaaaá, æðislegt!  Bæði þetta með ugluna og baksturinn.  Aldrei hef ég séð uglu á Íslandi, ALDREI.  Þetta hefur verið geðveikt.

Hrikalegar dúllur þessar stelpur  Guð hvað ég man hvað mér þótti gaman að baka á þessum aldri.  Maður gat endalaust bakað...það er af sem áður var.....

krúttkast!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Snilld!...stundum er pínu heppilegt að reykja....he he....

Krúttulínur þesar stelpur...skil þær mjöööög vel...eeeelska að baka....uhmmmm....!!!

Í minni fjölskyldu þyki ég frekar BAKveik.....aþþí ég er alltaf að því.....

Bergljót Hreinsdóttir, 22.9.2008 kl. 18:21

3 identicon

Ég les aldrei húsmæðrablogg (né annað blogg) ... ekkert helvítis væl og sjálfsvorkun og það er ekkert að gerast í mínu lífi bull á diskinn minn.

En... varð hugsað til þín og kíkti á bloggið hjá þér

Sé og finn gleðina magnast í þér ... spenningurinn ... áskoranirnar ... sigrarnir ... einstaka brekkur að klífa ... standa á toppnum ... renna sér fótskriðu niður aftur og skella sér í næstu brekku.

Fanga augnablikið og njóta þess.  Horfast í augu við uglu og njóta þess utan augnabliksins.  Ekkert þokukennt ef og hefði og vildi að væri ... eyðimerkurganga langt utan eigin sjálfs.

Hehe ... semsagt ... djöfull ertu að gera drullufína hluti á þessum dásemdarstað sem Bifröst er  

Við gáfumennin sem dinglum í ramma yfir lesborðinu þínu blikkum þig.  Þarf að ljóstra upp einu leyndarmáli.  Viskan og gáfurnar sem leka niður úr römmunum í hausinn á þér er þín eigin viska, þínar eigin gáfur, þín eigin snilld.  Þú heldur bara alltaf að það komi frá einhverjum öðrum og við getum alveg sinnt því hlutverki að vera þessir aðrir ef þú vilt.

Bestu kveðjur í Borgarfjörðinn.

Tvíbbi (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 20:56

4 identicon

Elsku tvíbbi minn:)  mikið skelfing þótti mér gaman að lesa þetta comment frá þér:) Aldeilis fínn lestur, verð að viðurkenna að þrá mín eftir uppþvottavélinni mætti kannski flokka undir húsmæðra blogg hehe.   Mér finnst gaman  að blogga, ekki vegna þess að ég hafi eitthvað merkilegt fram að færa eða sé merkileg heldur veit ég að nokkrir lesa sem eru mér kærir, og þar sem ég vil gjarna lesa blogg þeirra sem eru mér kærir, þá ímynda mér að aðrir vilji svipað gera:)    Og þegar tvíbbar reka nefið inn, tekur hjartað kipp af gleði:)  

Takk takk, þið gáfumennin í rammanum gefa mér sko alveg kjark og styrk, og ég brosi alltaf til ykkar í rammanum um leið og ég sest..... annars er ég brosandi innan í mér allan daginn, því mér finnst þetta SVO skemmtilegt:) kveðja til ykkar allra í Keflavík 

Pálína (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband