Pollýanna jójó

Ég er algjört jójó. I dag er ég td. ekki pála pollýnna. Sé td ekkert skemmtilegt eða bjart við það að á fimmtudögum er ÖLL dagskráin í sjónvarpinu mitt uppáhalds....allir í röð.   Þar sem mikið er að gera og ég þarf til dæmis að skila hellings verkefnum eftir helgi, þá þarf ég að nýta hverja stund í lærdóm.  Það  getur verið afsakanlegt að horfa á einn og einn þátt, en að sitja heilt kvöld við sjónvarpsgláp, þegar maður á að vera að gera eitthvað annað er víst ekki skynsamlegt.   Nú þarf vogin ég að gera uppvið mig, hvort ég sleppi klovn, brian eða sex hlekkjum.   Og að leggja þetta á vogina mig er óafsakanlegt bara.  Ég byrjaði að kveljast af þessum valkvíða strax í morgun.  Og er bara fúl.     Én jæja, í stað þess að eyða tíma í þetta blogg, er best að byrja á lærdóm ekki seinna en nú þegar..... ég sem ætlaði að vinna eins og vitlaus i jólafríi, er farin að sjá í hillingum að liggja í sófa allt jólafríið og td glápa á tv, nú eða prjóna...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slepptu öllu nema kláninu!  Það er ekki spurning .  Þetta verður svo enn erfiðara þegar Nynne byrjar held ég líka á fimmtudögum í næstu viku.  Við stelpurnar meigum ekki missa af þvi´.

Kolla (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 18:44

2 identicon

Hæ hó.

Lausnin á þessu öllu er að fatta ekki að það sé fimmtudagur og aldrei að skoða sjónvarpsdagskránna, þá veit maður ekki hverju maður er að missa af. Ekki sammála með Trúðinn, slepptu honum eins og skot, bara vitleysa aftur og aftur en get alveg tekið undir með að glápa á sjónvarp og prjóna (gert á sama tíma á mínu heimili) í jólafríinu :)

Gangi þér vel með lærdóminn.....þú ert allt önnur eftir að nemalífið tók við!!!

Kveðja,

Lilja Ö.

Lilja Ö. (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:24

3 identicon

Bíddu, bíddu Pálína mín!        Ertu ekki með ákveðna þætti eða sjónvarpskvöld á 24 tíma stundatöflunni þinni???   Manst´ekki?.....Í samb. við samviskubitið? 

Ég er alveg sammála Kollu, ekki sleppa kláninu.  Það er lífsnauðsynlegt að hlæja hressilega - as you know.  Hvernig er þetta með hana Lilju blessaða? Er hún orðin alveg húmorslaus???  

Elsku dúllan mín, notaðu og nýttu þér stresslausa umhverfið sem þú býrð í. 

Bæjó í bili, Lísa.

Lísa. (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 22:12

4 identicon

hehe......misjafn smekkur/húmor stúlkna. Ég upplýsi eftirfarandi: Ég horfði á rest af kláninum og  sex hlekki...ástar og viðskipta drama sem vantar í líf mitt en ég fullnægi með glápinu:) ákvað það ákveðið...og er því hér klukkan að verða hálf eitt að skrifa heimildaritgerð ( smá pása núna sko:)  En svei mér, andagiftin hellist yfir mann þegar börnin eru sofnuð....og þá er ekki hægt að hætta bara

Kolla: My god...ég loka eyrunum og augunum fyrir nýjum þætti, er ekki best að byrja aldrei að horfa til að verða ekki hooked ? Heyrði samt einhverja kynningu, er þetta ekki um einhver vandræði konu í ástarlífinu....dí..ég gæti dottið í það.

Lilja: góð hugmynd, dagarnir renna hvort eð er í eitt hérna,en helv.....ég man alltaf fimmtudagana, BARA útaf sjónvarpsdagskrá.   Já ég man lopapeysuprjónadaga i sveitinni i gamla fyrir framan tv....notaleg minning:)

Lísa: Jújú, það er plan í gangi, en samt þarf það að vera sveigjanlegt,ég myndi nú bara bilast ef ég færi TOTALLY eftir stundaskrá, litla óskipulagða vogin ég:)  Og takk jú þetta er yndislegt umhverfi hér og stresslaust að mestu, en ekki hefði ég nú getað sagt þetta við bekkjarsystur mína sem ég mætti um daginn, náfölri og skjálfandi  af Prófastressi....:)  En takk allar fyrir commentin...mikið hafði ég gaman af þeim:)

Pálína (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 00:47

5 identicon

Hæ hó aftur.

Já sammála er ég að smekkur manna er misjafn. Ég gat brosað að Trúðinum fyrstu tvö skiptin sem ég sá hann en finnst þetta orðið ansi útþynnt og fyrirsjáanlegt í dag.

Við bróðir þinn vorum í róðri áðan, fórum út í Viðey í frábæru veðri. Nú verður horft á okkar lið í fótbolta og svo út með hundana....sem sé enginn lærdómur ;)

Heyrumst fljótlega,

Lilja Ö.

Lilja Ö. (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband