Margumrædda

Uppþvottavélin er komin á sinn stað...........Ég var hamingjusöm og naut hljóðsins í henni til botns.    Naut þess svo mikið í botn að ég áttaði mig á því að hún var enn í gangi 3 klukkutímum síðar og smá hitalykt farin að gera vart við sig.

Stopptakkinn er líklega ekki að virka..........veit ekki meir, slökkti á henni og bíð til fyrramáls með að athuga málið, því ég er í uppnámi, ætla að ná mér niður fyrst .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kræst!  Ég bið þig elsku uppþvottavél að vera góð við hana Pálínu frænku mína.  Hún hefur ekkert lítið haft fyrir því að fá þig aftur til sín og mér finnst þú eigir að þjóna henni.  Ekkert vesen, ha, skilurðu?

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 23:01

2 identicon

Gleymdirðu nokkuð að skrúfa frá vatninu?  DJÓK!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 23:04

3 identicon

Nauts.........ofcorse skrúfaði ég frá vatninu,  ég samt næstum því gleymdi því:) Takk fyrir bænina, hef ekki enn testað hana aftur, mín er að bíða eftir að vélin fyllist af óhreinu, á krepputímum keyrir maður ekki uppþvottavél hálf tóma sko:)

En læt örugglega vita hvernig gengur, veit að margir bíða eftir framhaldssögunni um vinkonu mína.   Og mamma þín Arna mín, bjargaði mér sko um helgina, ég var næstum því búin að henda símtækinu mínu því appartið virkaði ekki og ég búin að úrskurða það dautt..... En snillingurinn hún móðir þín sjúkdómsgreindi tækið og áttaði sig á að hleðlsutækið sjálft væri dautt...skiptum því út ( átti sko battterísskrúfjárn með hleðslutæki ) og NUNA er hægt að hringja í mig í HEIMASIMANN...!!  Sit við símann og bíð eftir að hann hringi, náttlega að spara í kreppunni, læt fólk hringja í mig en læt eiga sig að hringja í fólk:) 

Pálína (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 18:10

4 identicon

Já Pálína mín, eins gott að strjúka uppþvottavélinni blíðlega.  Ég á líka eina gamla sem gengur af gömlum vana, 7,9,13. 

...svo er góð regla að taka aldrei dramatískar ákvarðanir í uppnámi.  Þannig það það var laukrétt að bíða til morguns....

kolla (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband