Enn hugsi

Já eg er nú enn hugsi.   Nú fór ég að velta fyrir mér hvort ég ætti að halda bloggi mínu áfram.  Nú hef ég bloggað aðallega um persónuleg málefni.   Bæði hef ég haft gaman af því og einnig er tilgangur minn að leyfa vinum mínum og fjölskyldu að fylgjast með svona daglega lífinu mínu/okkar hér á vesturhorninu.   Mér finnst nefnilega ekkert leiðinlegt að þegar ég hitti þetta fólk svo, þá er bara nákvæmlega eins og við hefðum hist í gær, og maður er inntur eftir áframhaldandi sögum af ketti og börnum td. því þeir hefðu lesið um það á blogginu.   Engin upprifjun þarf að fara fram, því viðkomandi er bara alveg inni í málum af því að hann hafi verið búinn að lesa um það hér.   Semsagt: það finnst mér jákvæði póllinn þarna.

Svo aftur á móti:  Nú þegar maður uppgötvar að það eru bara kannski fleiri, vinir / ókunnugir / jafnvel óvinir mínir ( held samt ég eigi enga óvini ) en samt fólk kannski sem líkar ekkert sérstaklega vel við mann, gæti gægst hér inn, og lesið um mína persónulega þanka og líf.  Dálítið óþægileg tilhugsun satt best að segja.   Svo ég fór að tvístíga með þetta, vogin ég í hnotskurn.  Kannski væri þetta ekkert sniðugt !    Kannski þyrfti ég að ritskoða mig betur, kannski ætti ég að blogga um eitthvað merkilegra en mitt líf og minna, kannski ætti ég bara að hætta þessu pári. 

Og svo kannski skiptir það engu máli bara, hverjum er svosem ekki sama um mitt blogg og mitt líf? Kannski okay einmitt þessvegna held ég bara áfram, ég veit að ég hef mjög gaman að fylgjast með nokkrum bloggum, og hef ósjálfrátt síast að ákveðnum vinum og vandamönnum, sem ég kíki í heimsókn reglulega,  ókunnuga læt ég að mestu í friði, og þó......ég hef nú líka staðið mig að því að lesa ókunnuga sem skrifa prívatblogg og hef haft mjög gaman að því.  

Þannig að:  Vogin ég, sveiflast eins og pendúll,  líklegast stöðvast pendúllinn fljótlega og ég tek ákvörðun.    En ja........ég er svo sem þekkt fyrir að eiga engin leyndarmál, ég blaðra yfirleitt um allt og ekkert, man að einum vinnufélaga mínum varð á orði einhvertímann, að hann héldi að hann vissi númer hvað nærbrækur ég notaði....hann vissi svo mikið um mig.  Er það kannski tú much  ?  Er betra að vera leyndardómsfullur....það er kannski meira spennandi ?   EÐA líklega er ágætt að vera þar á milli.......ég meina : ég hef nú ekkert látið ALLT flakka, ég á helling af leyndó sko:)

Þetta var hugleiðing dagsins frá mér,  það væri nú gaman að fá álit annarra..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

koddu með leyndarmálin umsvifalaust. hvert og eitt í bunum. hugsa að það svínvirki.

arnar valgeirsson, 28.10.2008 kl. 17:25

2 identicon

Við getum öll verið nokkuð viss um að það sé ekkert afbrigðilegt við það að þú notir nærbuxur og þitt nr. er ekkert til að skammast þín fyrir.  EKKI HÆTTA AÐ SKRIFA. ef þú hættir að skrifa hætti ég að skrifa og þá hættir þú að hafa eitthvað til að lesa og þá hættum við líklega að vera í svona miklu sambandi.  Nú sérðu að það er ekkert vit í þessum pælingum þínum. Set málið í dóm!

kolla (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:30

3 identicon

Arnar: Ég skal segja þér djúsí leyndarmál þegar þú kemur við í kaffi...( þú veist ég bý alveg centimetra við þjóðveg 1 ) það er bara akkúrat i leiðinni  þegar þú skreppur í mat til mömmu norðan heiða:)

Kolla: YESS....Vogin búin að ákveða sig, málið er fallið  úr dóm, ég hætti sko ekki neitt, ég hætti ekki á það að missa að lesa þig, og fá date og daður útúr því, við höldum sko áfram fram í....og ef einhver vill vita brjóstaskálastærð mína...þá bara senda fyrirspurn heheh..

Pálína (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband