jæja....

Ég læsti blogginu á meðan ég hugsaði mig um, hvort ég ætti að blogga áfram.  Og hreinlega nenni ekki að vera með það læst og senda lykilorð um allar trissur...( býsna margir sendu mér beiðni nefnilega, ánægð með það ).   Þó comment skili sér nú ekki frá öllum.  Svo nú er ég galopin aftur, og kæri mig bara kollótta hvort og hverjir hafa einhverja skoðun á þessu bloggi.

Og það er allt í góðum gír hér á Sjónarhóli.  Okkur gengur vel öllum í skólanum og bara sátt.  Reyndar eru krakkarnir búnir að vera eitthvað tens undanfarið, ég fékk nú uppúr Róbert að hann væri svo stressaður yfir krepputali endalaust,  og þegar kafað var dýpra, þá var hann með miklar áhyggjur af því að hann fengi engar jólagjafir í ár.....já hver og einn lítur í eigin barm líklega.

En ég stóð mig að því í morgun, þegar ég kveikti á útvarpi, að ég skautaði fram heim hjá öllum talstöðvum og endaði á tónlistarstöð, fann að ég var orðin þvílíkt pirruð á þessu endalausa krepputali, ég sem er nú dálítið mikill fréttafíkill, er að fá nóg.   Enda var léttara yfir liðinu að koma sér framúr, við erum nefnilega frekar morgunfúl að upplagi, fjölskyldan hennar Línu á Sjónarhóli. Og þá bætir ekki úr skák að heyra þessar leiðindafréttir endalaust.    En sólin skín úti í dag, það er nú einhvers virði:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lok lok og læs og allt í stáli og lokað fyrir Páli.

Kreppan á sér ýmsar myndir, við fullorðna fólkið erum að spá í í hvort við höldum vinnunni, íbúiðnni eða hvort bankainnistæðan rýrni.Börnin spá í hvort jólagjafirnar rýrni er jafnvel verði engar......     Halló þetta er bara spurning um peninga,,,,,,  lífið er svo miklu meira en peningar      NJÓTUM ÞESS

Sponninn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: arnar valgeirsson

ég bara trúi því ekki að þið séuð morgunfúl þarna í sveitinni. hélt að fólk vaknaði syngjandi og færi í mjaltir áður en hafragrauturinn er borinn fram. svona hálffimm...

jamm, ekki gaman að kreppunni en hún bítur nú í skottið á manni eins og öðrum. svo held ég að þú prjónir bara lopasokka handa liðinu þetta árið, verða að sætta sig við linan pakka um jólin.

og þú lýgur því að sólin skíni þarna, hún hefur bara eitthvað villst.

en kveðja úr borginni þar sem allt er á suðupunkti.

arnar valgeirsson, 2.11.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband